Dýr myndi Hafliði allur

Ekki veit ég með vissu hvernig synir mínir fóru að - en eftir einn bíltúrinn á bílnum MÍNUM - hafði þeim tekist að kippa baksýnisspeglinum af kúlulegunni með þeim afleiðingum að brestir komu í framrúðuna. Nú er búið að skipta um framrúðuna og svo sem engin stórútgjöld þar - en SPEGILLINN.

Þeim sem setti nýja rúðu í farartækið tókst ekki - þrátt fyrir ýmsar tilfæringar, að eigin sögn - að koma speglinum saman.

Næst var að hringja í umboðið - nei engin trikk sem þeir bjuggu yfir.

Í dag lá svo leiðin í varahlutaverslun með hinn sundurlimaða spegil í farteskinu. Viðkunnalegur útvaxinn karlpeningur á besta aldri (töluvert eldri en égWhistling) leit spegilinn ábúðarfullur á svip og mér var samstundir ljóst að þeim gamla yrði ekki viðbjargað.

Hvað er númerið á bílnum? spurði hann og sló svo þessar persónuupplýsingar um Corolluna mína inn í tölvuna fyrir framan sig með krúttaralegum pulsuputtunum. Æ, ég fell alltaf fyrir skítugum verklegum köllum sem slá á lyklaborð með feitum pulsuputtum.

Já, þetta er upprunalegur spegill! Ég játti því og velti fyrir mér hvaða fleiri upplýsingar hann hefði eiginlega aðgang að í gegnum númerið á bílnum mínum.

Hmm, nýr kostar 8400 kr! kvað hann upp.

Ha, sagðirðu 8400 krónur? Baksýnisspegill í bílinn? spurði ég örugglega eins og hissa Ólsari á svipinn.

Er ekki hægt að fá ódýrari týpu? reyndi ég næst vongóð og brosti undurblítt.

Hann hristi hausinn - The computer says nooo... Dísös er ég komin í Little Britain hugsaði ég og skimaði eftir falinni myndavél

Með hundshaus rúllaði ég heim - orðinn skolli flink að nota bara hliðarspeglana - en spegillinn verður kominn á morgun og þá mæti ég með budduna og hið súra epli sem æði oft er eini kosturinn Crying.

 


Þvílík fyrirmynd

Nú er hér fullur pottur af eftirvæntingarfullum hrútum sem á morgun fljúga í sól og sumarsælu á Tenerife en sjálf ligg ég andlaus yfir Gilmore Girls (sem láta móðan mása í hrikalegum orðaflaumi) líkt og ég hafi staðið í ströngu í allan dag.

Glætan, fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí fór um mig ljúfum höndum og það sem þjakar mig kallast einfaldlega LETI.  Og svo þykist maður þess fullfær að vera ungum börnum fyrirmynd í lífsleikni: Já, ljósin mín, á kvöldin liggur maður endilangur fyrir framan innihaldslausa "löðurþætti" - það gefur lífinu gildi Blush


Hvað á kona að gera...

...síðasta daginn í sumarleyfinu?

Kostirnir eru: 

  • Taka lokahnykkinn í stórtiltekt á heimilinu, í bílskúr og geymslu, sem þegar hefur skilað Sorpu sjö kerrum af dóti sem fékk úrskurðinn: Óþarfi að geyma!
  • Sökkva sér í moldarbeðin þar sem arfinn er farinn að stinga upp kollinum og þrífa svo bílinn vel - vonandi í síðasta sinn Cool
  • Dekra við fjölskylduna með vöfflubakstri um miðjan daginn, góðri grillsteik í kvöld og leggjast svo í heita pottinn.
  • Klára Kínafærslur Whistling
  • Hjúfra sig upp í sófa yfir spennandi lesningu og látast vera ein í heiminum.


Kannski ég leiti til ákvarðanaþjónustu Birnu Írisar frænku minnar.


Shaving Iceland

Ef Kolviðarverkefnið gengur eftir með sinni kolefnisjöfnun má ætla að landið verði skógi vaxið á milli fjalls og fjöru og til verði mótmælasamtökin Shaving Iceland.

Veldu öryggi, veldu Renault...

...glymur í útvarpinu af og til þessa dagana. Hér er mín reynsla af Renault: Árið 1999 keyptum við nýjan Renault Megane úr kassanum. Fyrstu dagarnir voru jú bara góðir og ég ánægð með bílinn en svo fór að síga á ógæfuhliðina og bíllinn varð fastagestur á...

Spjátrungar og burðardýr

Gunnar Ingi hefur gaman af því að stilla upp í myndatökur og nær oft ansi skemmtilegum sjónarhornum. Þessa kostulegu mynd tók hann af bísperrtum foreldrum sínum og aðframkomnum burðardýrunum á síðasta göngudegi ferðarinnar....

Sveinstindur - Skælingar - Hólaskjól

Ég var víst búin að ákveða að setja ekkert hér inn fyrr en allar dagbókarfærslurnar frá Kína væru komnar inn – þrátt fyrir að tvær eða þrjár færslur séu enn eftir um þá góðu ferð ætla ég að setja hér inn frásögn af frábærri þriggja daga ferð sem...

18. september 2006 – Beijing

Við komum til Peking kl. 7.00 í morgun. Nóttin hafði verið ágæt þó maður hafi auðvitað vaknað öðru hvoru við þessar óvenjulegu aðstæður, lestarskrölt og hristing en náði því alltaf að sofna aftur. Rúmin voru reyndar ansi hörð og mjaðmirnar aumar þrátt...

17. september – frá slori til fornminja

Við fórum snemma á fætur í morgun og kláruðum að pakka, en nú þurfti að hafa eitthvert skipulag á farangrinum þar sem við fáum ekki töskurnar aftur fyrr en á hótelinu í Peking á morgun. Töskurnar sem Bin gaf okkur koma því að góðum notum undir það sem...

16. september í Xi´an

The great wild goose pagoda Það var greinilegt að borgin var vöknuð til lífsins þegar við litum út um hótelgluggann áður en við héldum á vit ævintýra dagsins. Fyrst á dagskránni var að skoða The great wild goose pagoda en þar er klaustur. Það var...

15. september. Chongqing - Xi´an

Í nótt um klukkan þrjú lögðumst við að pramma í borginni Chongqing. Þetta virtist vera óttlegur ryðkláfur og við rétt vöknuðum til að loka glugganum, draga fyrir og njóta þess að hverfa svo aftur inn í draumalandið. Við morgunverðinn fréttum við það að...

14. september - Draugaborgin

Við nenntum ómögulega í Tha Chi í morgun, heldur snérum okkur á hina hliðina og kúrðum hálftíma lengur – ég meina við erum nú í fríi, svo skítt með stífar herðar. Við vorum nú samt mætt í morgunverðinn kl. hálf átta svo ekki var því að skipta að...

13. september - Wusan

Við áttum næturstað í bænum Wusan sem táknar Nornafjall. Þetta er 80.000 manna kaupstaður og hér hefur verið reist alveg glæný byggð. Húsið sem var efst í gamla bænum stendur enn en mun fara undir vatn í október. Við vorum árrisul í morgun hjónin og...

12. september - Fyrsti dagur á Yangtze

Skipið er alveg æði. Við komum hingað eftir myrkur í gærkvöldi og vorum orðin ansi lúin eftir langan dag í rútunni. Við höfðum þó fengið einhverja bestu máltíð ferðarinnnar um kvöldið og að þessu sinni var allur hópurinn á einu máli um hvað maturinn væri...

11. september - Með rútu frá Wuhan til Yichang

Þess er fyrst að geta að það vakti athygli okkar á Holiday Inn hótelinu í Wuhan að allt starfsfólkið bar nafnspjöld með enskum heitum. Við ályktuðum auðvitað að það væri til að auðvelda okkur túristunum að nefna það með nafni. Æ, mér finnst það svolítið...

Nokkrar glósur á langri rútuferð

Kínverjar eru nú 1,3 milljarðar og verða kannski 1,6 milljarðar um 2025. Á Tan-tímabilinu, 609-1240 (víkingatíminn), þegar Mongólarnir taka yfir er staða Kína einna sterkust. Á þessum tíma var um helmingur heimsframleiðslunnar í Kína. Gleggsta vitnið um...

10. september frá Shanghai til Wuhan

Í dag tókum við daginn snemma, vöknuðum kl. 5 og vorum lögð af stað í rútunni kl . 7 enda á leið í flug sem mun bera okkur héðan frá Shanghai, “the prostitute of Asia” eins og Mao kallaði hana vegna vanþóknunar sinnar á vestrænum áhrifum og...

9. september í Shanghai

Í dag eru 30 ár síðan Mao formað ur dó . Í morgun rigndi og mannskapurinn dró upp regnhlífar. Við byrjuðum á að heimsækja Búddahof sem geymir marga fallega merkilega hluti en er sérstakt fyrir tvær búddastyttur úr hvítum jade, sem er mjög sjaldgæfur....

8. september kl. 22.10 á Shanghai hóteli:

Skrýtið að hér sé komið kvöld og við skriðin uppí en kl. bara 14.10 heima. Mér finnst hálf óþægilegt að vera svona á öðru tímaplani en strákarnir. Annars hefur þessi fyrsti dagur á kínverskri grund verið góður. Ég svaf reyndar allt of lítið í vélinni og...

Kínaferð haustið 2006

Það var og.... Auðvitað fer það svo: Einu sinni bloggari alltaf bloggari. Ég er því að hugsa um að taka upp fyrri iðju, nú í nýju umhverfi og birta ykkur til að byrja með dagbókina mína frá Kínaferðinni góðu s.l. haust. Ég vona að hún gefi ykkur aðeins...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband