Dýr myndi Hafliði allur
8.8.2007 | 18:28
Ekki veit ég með vissu hvernig synir mínir fóru að - en eftir einn bíltúrinn á bílnum MÍNUM - hafði þeim tekist að kippa baksýnisspeglinum af kúlulegunni með þeim afleiðingum að brestir komu í framrúðuna. Nú er búið að skipta um framrúðuna og svo sem engin stórútgjöld þar - en SPEGILLINN.
Þeim sem setti nýja rúðu í farartækið tókst ekki - þrátt fyrir ýmsar tilfæringar, að eigin sögn - að koma speglinum saman.
Næst var að hringja í umboðið - nei engin trikk sem þeir bjuggu yfir.
Í dag lá svo leiðin í varahlutaverslun með hinn sundurlimaða spegil í farteskinu. Viðkunnalegur útvaxinn karlpeningur á besta aldri (töluvert eldri en ég) leit spegilinn ábúðarfullur á svip og mér var samstundir ljóst að þeim gamla yrði ekki viðbjargað.
Hvað er númerið á bílnum? spurði hann og sló svo þessar persónuupplýsingar um Corolluna mína inn í tölvuna fyrir framan sig með krúttaralegum pulsuputtunum. Æ, ég fell alltaf fyrir skítugum verklegum köllum sem slá á lyklaborð með feitum pulsuputtum.
Já, þetta er upprunalegur spegill! Ég játti því og velti fyrir mér hvaða fleiri upplýsingar hann hefði eiginlega aðgang að í gegnum númerið á bílnum mínum.
Hmm, nýr kostar 8400 kr! kvað hann upp.
Ha, sagðirðu 8400 krónur? Baksýnisspegill í bílinn? spurði ég örugglega eins og hissa Ólsari á svipinn.
Er ekki hægt að fá ódýrari týpu? reyndi ég næst vongóð og brosti undurblítt.
Hann hristi hausinn - The computer says nooo... Dísös er ég komin í Little Britain hugsaði ég og skimaði eftir falinni myndavél
Með hundshaus rúllaði ég heim - orðinn skolli flink að nota bara hliðarspeglana - en spegillinn verður kominn á morgun og þá mæti ég með budduna og hið súra epli sem æði oft er eini kosturinn .
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þvílík fyrirmynd
7.8.2007 | 21:11
Nú er hér fullur pottur af eftirvæntingarfullum hrútum sem á morgun fljúga í sól og sumarsælu á Tenerife en sjálf ligg ég andlaus yfir Gilmore Girls (sem láta móðan mása í hrikalegum orðaflaumi) líkt og ég hafi staðið í ströngu í allan dag.
Glætan, fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí fór um mig ljúfum höndum og það sem þjakar mig kallast einfaldlega LETI. Og svo þykist maður þess fullfær að vera ungum börnum fyrirmynd í lífsleikni: Já, ljósin mín, á kvöldin liggur maður endilangur fyrir framan innihaldslausa "löðurþætti" - það gefur lífinu gildi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað á kona að gera...
6.8.2007 | 10:22
...síðasta daginn í sumarleyfinu?
Kostirnir eru:
- Taka lokahnykkinn í stórtiltekt á heimilinu, í bílskúr og geymslu, sem þegar hefur skilað Sorpu sjö kerrum af dóti sem fékk úrskurðinn: Óþarfi að geyma!
- Sökkva sér í moldarbeðin þar sem arfinn er farinn að stinga upp kollinum og þrífa svo bílinn vel - vonandi í síðasta sinn
- Dekra við fjölskylduna með vöfflubakstri um miðjan daginn, góðri grillsteik í kvöld og leggjast svo í heita pottinn.
- Klára Kínafærslur
- Hjúfra sig upp í sófa yfir spennandi lesningu og látast vera ein í heiminum.
Kannski ég leiti til ákvarðanaþjónustu Birnu Írisar frænku minnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Shaving Iceland
4.8.2007 | 19:10
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veldu öryggi, veldu Renault...
4.8.2007 | 08:36
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spjátrungar og burðardýr
3.8.2007 | 15:27
Bloggar | Breytt 5.8.2007 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sveinstindur - Skælingar - Hólaskjól
2.8.2007 | 17:50
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18. september 2006 – Beijing
19.7.2007 | 07:55
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17. september – frá slori til fornminja
18.7.2007 | 11:42
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16. september í Xi´an
3.4.2007 | 18:52
Ferðalög | Breytt 6.4.2007 kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15. september. Chongqing - Xi´an
4.3.2007 | 21:15
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14. september - Draugaborgin
3.3.2007 | 19:21
Ferðalög | Breytt 18.7.2007 kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13. september - Wusan
24.2.2007 | 21:21
Ferðalög | Breytt 18.7.2007 kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12. september - Fyrsti dagur á Yangtze
17.2.2007 | 22:18
Ferðalög | Breytt 18.2.2007 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11. september - Með rútu frá Wuhan til Yichang
16.2.2007 | 18:01
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nokkrar glósur á langri rútuferð
16.2.2007 | 17:37
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10. september frá Shanghai til Wuhan
15.2.2007 | 20:41
Ferðalög | Breytt 25.2.2007 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9. september í Shanghai
13.2.2007 | 15:45
Ferðalög | Breytt 15.2.2007 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8. september kl. 22.10 á Shanghai hóteli:
12.2.2007 | 16:54
Ferðalög | Breytt 15.2.2007 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kínaferð haustið 2006
11.2.2007 | 11:52
Ferðalög | Breytt 15.2.2007 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)