Dýr myndi Hafliði allur

Ekki veit ég með vissu hvernig synir mínir fóru að - en eftir einn bíltúrinn á bílnum MÍNUM - hafði þeim tekist að kippa baksýnisspeglinum af kúlulegunni með þeim afleiðingum að brestir komu í framrúðuna. Nú er búið að skipta um framrúðuna og svo sem engin stórútgjöld þar - en SPEGILLINN.

Þeim sem setti nýja rúðu í farartækið tókst ekki - þrátt fyrir ýmsar tilfæringar, að eigin sögn - að koma speglinum saman.

Næst var að hringja í umboðið - nei engin trikk sem þeir bjuggu yfir.

Í dag lá svo leiðin í varahlutaverslun með hinn sundurlimaða spegil í farteskinu. Viðkunnalegur útvaxinn karlpeningur á besta aldri (töluvert eldri en égWhistling) leit spegilinn ábúðarfullur á svip og mér var samstundir ljóst að þeim gamla yrði ekki viðbjargað.

Hvað er númerið á bílnum? spurði hann og sló svo þessar persónuupplýsingar um Corolluna mína inn í tölvuna fyrir framan sig með krúttaralegum pulsuputtunum. Æ, ég fell alltaf fyrir skítugum verklegum köllum sem slá á lyklaborð með feitum pulsuputtum.

Já, þetta er upprunalegur spegill! Ég játti því og velti fyrir mér hvaða fleiri upplýsingar hann hefði eiginlega aðgang að í gegnum númerið á bílnum mínum.

Hmm, nýr kostar 8400 kr! kvað hann upp.

Ha, sagðirðu 8400 krónur? Baksýnisspegill í bílinn? spurði ég örugglega eins og hissa Ólsari á svipinn.

Er ekki hægt að fá ódýrari týpu? reyndi ég næst vongóð og brosti undurblítt.

Hann hristi hausinn - The computer says nooo... Dísös er ég komin í Little Britain hugsaði ég og skimaði eftir falinni myndavél

Með hundshaus rúllaði ég heim - orðinn skolli flink að nota bara hliðarspeglana - en spegillinn verður kominn á morgun og þá mæti ég með budduna og hið súra epli sem æði oft er eini kosturinn Crying.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhhh Ingibjörg þú hefur greinilega engu gleymt og haltu þér nú áfram hér í bloggheimum. Það bjargaði kvöldinu að lesa þessar færslur en vinkona mín var svo dónaleg að hringja í mig og hafa af mér Little Britain.

Það  hefði nú verið snilld hjá þér að hrista af þér slenið í gærkvöldi og labba með okkur og demba þér í Árbæjarpottinn með okkur, en sem betur fer styttist í kóræfingar og þá fær maður að hitta þig reglulega. Auk þess verðum við náttlega svo mikið saman á námskeiðum í vetur!!!

Særún (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: G. Reykjalín

Já .. ég vil taka það fram að þrátt fyrir að rekast æði oft í baksýnisspegla í litlum bílum við það eitt að skipta um skoðun þá var það ekki ég sem skemmdi spegilinn!

En svona er þetta bara með varahluti í bíla.. afhverju heldurðu að ég hafi alltaf verið blankur þegar ég var í því að stílisera bílinn minn og alltaf kaupandi hitt og þetta til að betrumbæta hann .. svona er þetta bara! Spurning um að biðja gleðipinnana að taka nokkur mótmælaskilti um næstu helgi.. 

G. Reykjalín, 9.8.2007 kl. 10:05

3 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Kæri sonur, þessi speglakaup höfðu ekkert með stíliseringu að gera heldur voru bráðnauðsynleg og alltof dýr í því ljósi.

Ingibjörg Margrét , 9.8.2007 kl. 16:39

4 identicon

Ég ætla nú rétt að vona að þér hafi ekki verið alvara með að setja eitthvað ódýrt spegladrasl í bílinn   Það er náttúrulega alveg bráðnauðsynlegt að í þessum bíl sértu með rándýra eðalspegla, best væri ef hann væri gullhúðaður. Það er nefnilega út af dottlu

Beta (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:32

5 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Dí, núna veit ég af hverju hann var svona dýr - þeir eru auðvitað verðlagðir eftir fegurð speglandans - og sá/sú sem mun nýta þennan spegil er auðvitað bara bjútí - Mikið getur maður verið fattlaus - núna er ég algerlega sátt við þetta

Ingibjörg Margrét , 10.8.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband