Mér finnst rigningin góð

Ég verð vör við það að margir eru orðnir þreyttir á rigningunni. Ég hallast hins vegar að því að ég sé sjálf nánast ónæm fyrir veðri. Læt það satt að segja ekki hafa nein áhrif á mig - nema náttúrulega þetta dásamlega sumar sem við fengum í ár - þess naut ég út í ystu æsar eins og aðrir landsmenn og finnst það réttlæta margra vikna haustrigningar. Veit líka að það styttir upp um síðir.

Svona eru dætur mínar líka...

Í gær tók ég þátt í glæsilegri afmælisveislu bróður míns. Þar tók ég m.a. tali fullorðna konu sem er gift inn í okkar fjölskyldu og á dætur á mínum aldri. Þegar nokkuð var liðið á samtal okkar potaði sú gamla í mig og sagði: "Svona eru dætur mínar líka, þær eru orðnar svona feitar eins og þú"!

Afmælisbarn dagsins

Hann brósi minn er sextugur í dag og þrátt fyrir æði viðburðaríkan dag hefur hugur minn fyrst og fremst dvalið hjá honum. Mér finnst þetta ekki síst vera hátíðisdagur í ljósi þess að pabbi okkar blessaður og Grettir bróðir okkar náðu ekki að fagna sínum sextugsafmælum. 

Á morgun fær þessi einstaki bróðir minn verðskuldað knús og kossa. 

Til lukku með daginn! 


Vek athygli ykkar...

...á nýrri könnun, hér til hliðar, sem mig langar að biðja ykkur um að taka þátt í.

Fimm konur

Ég hélt að aðalfyrirsögn dagblaðanna í dag yrði: Fimm miðaldra konur urðu úti í heitum potti að Flúðum á laugardagskvöld.  Þvílíkt rok! Í pottinn fórum við samt, hlógum framan í storminn og skiptumst reglulega á að taka við versta strengnum. Ein fyrir...

Glataður bloggari

Það hlýtur að teljast glataður bloggari sem kemur ekki einu sinni sjálfur við á sinni eigin síðu í marga daga en gaman að sjá að þú Gróa mín hefur komið hér við - þú þarft sannarlega ekki að gera nánari grein fyrir þér - það er bara ein sem kemur til...

6. sæti

Fyrir ykkur sem tókuð þátt í kosningu ljósmyndasamkeppninnar upplýsist það hér með að ég átti eina mynd í keppninni og hafnaði hún í 6. sæti. Yfirskrift keppninnar var konur en heiti myndarinnar: Hörkutól með mjúkan kjarna.   ...

Rekstur leikskóla

Þorbjörg Helga vill leita nýrra leiða í rekstri leikskóla í borginni og viðrar þær hugmyndir að fyrirtæki reki leikskóla. Ég hræðist nokkuð þessa leið, einfaldlega vegna þess að ég held að hagsmunir barnanna eigi ekki endilega samhljóm í hagsmunum...

Ljósmyndakeppni

  Karlaklúbburinn Mafían stendur nú fyrir annarri ljósmyndakeppni sinni sem að þessu sinni ber yfirskriftina konur. Mikill áhugi er hjá meðlimum og áhangendum þeirra á ljósmyndun og ég hvet ykkur til að taka þátt í kosningunni með því að smella hér. Í...

Hver er maðurinn?

...

15 ára

 Hann er 15 ára í dag, hann Bangsi minn     Ótrúlega sem ég er lukkuleg með þennan strák. Hann er svo skemmtilegur karakter; ótrúlega gömul og yfirveguð sál en þó svo hrikalegur töffari; hægur, einarður og afskaplega ákveðinn en samt svo ljúfur og...

Eins dauði er annars brauð!

Icelandair segir upp tugum flugmanna og flugfreyja    Kannski að einhver þeirra banki uppá í leikskólanum til að reyna sig í skemmtilegasta og mest gefandi starfi sem til er!  Sennilega eiga þessi störf það sameiginlegt að krefjast mikillar...

Draumaferðin

Þar sem ég á inni nokkra orlofsdaga ámálgaði ég það við minn betri helming að við ættum nú að finna okkur einhverja GÓÐA FERÐ og bregða okkur tvö saman út fyrir landsteinana. Minn brást auðvitað fljótt við og í dagslok beið mín tölvuskeyti frá karli með...

Ávöxtun

Það er aldeilis góð ávöxtun hjá Kaupþingi 20.000 manns urðu 40.000 á svipstundu - þó virtist manni ekki fjölga svo mjög á vellinum. En ég var auðvitað ekki þar, heldur uppi í mínum prívat sófa fyrir framan mitt prívat sjónvarp og kannski hefur stemningin...

Dear Kveðja

Eins og margir aðrir leikskólastjórnendur höfum við í Reynisholti verið að auglýsa eftir fólki. Okkur hafa borist nokkrar umsóknir og m.a. frá vel menntaðri erlendri konu sem við viljum endilega fá til viðtals þó hún tali litla sem enga íslensku - enn...

Úr einu í annað

Á föstudaginn fékk nýi baksýnisspegillinn, ásamt reyndar restinni af Corollunni , nýjan eiganda sem sannarlega hæfir ekkert annað en spegill af bestu gerð - enda æði snotur stúlkan sú sem keyrði sæl á svip héðan frá húsinu á nýja bílnum sínum. Ég vona...

Vettvangsnám og útikennsla

Ég hef s.l. tvo daga setið stórskemmtilega námsstefnu Skólaþróunarfélagsins um vettvangsnám og útikennslu.  Fyrir hádegi var boðið upp á stórskemmtileg erindi um mörg afbragðsgóð verkefni sem verið er að vinna víðsvegar í leik- og grunnskólum og eftir...

Er Guð kona?

  Þessi mynd er ekki tekin við Upptyppinga þótt halda mætti það. Þetta fagurlimaða sköpunarverk almættisins er að finna við Hlöðufell þar sem fjölskyldan var á ferð um helgina. Yngsti hrútur hafði á orði þegar hann sá þetta: Ég sé það núna að  Guð hlýtur...

Margrét Pála og mönnunin

Margrét Pála er sannarlega mikilhæfur leikskólakennari og hefur lagt fram fjölmargar góðar hugmyndir um leikskólastarf og vakið okkur hin til umhugsunar um fjölmarga þarfa hluti. Ég hef ekki alltaf verið sammála Margréti Pálu í áranna rás, kannski síst...

Meira um verðgildi spegla

Hef verið að velta þessu fyrir mér með verð á speglum - svona almennt. Mér fyndist rökrétt að fallegt fólk borgaði meira fyrir spegla en við hin - ég meina það liggur í augum uppi að það fær mikið meira út úr spegilmyndinni. Fyrir fallega hlýtur það að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband