Fyrr má ég hundur heita

...en að ég kaupi LU-kexpakka inn á þetta heimili - svo hörmuleg og niðurlægjandi er auglýsingin þeirra með hrínadi kvensniptum sem eiga sér þá ósk heitasta að vinna í LU-leiknum.

Brósi minn

Í dag, 24. júlí hefði Grettir bróðir minn orðið 63 ára. Nú eru liðin nærri sex ár frá því að hann lést af völdum heilaæxlis en enn þann dag í dag finnst mér að hann hljóti að vera til staðar; að ég geti hringt í hann og að hann haldi utan um okkur öll í fjölskyldunni eins og honum var einum lagið. 

 

Ég set hérna mynd sem tekin var af okkur systkinunum vorið 2002 í fermingu Snorra sonar míns. Þá var Grettir afar veikur en tók því af miklu æðruleysi, tók þátt í öllum uppákomum fjölskyldunnar og var hrókur alls fagnaðar eins og jafnan áður. Það er dýrmætt í dag að eiga svona myndir og minningar um góðar stundir.  

 

DSCF0011Það var t.d. mikils virði að við skyldum þetta sama sumar fara öll saman stórfjölskyldan til Benidorm en þar var þessi mynd tekin á góðri stundu af þeim Gretti og mágkonum mínum; Kristínu og Þuru, konunni hans en þau höfðu verið saman frá því að þau voru 16 ára.

 


Bay watch girl

Fréttir af ferðamönnum sem voru hætt komnir í briminu við suðurland minntu mig á að einu sinni varð ég þess aðnjótandi að koma manni til hjálpar við álíka aðstæður - ja, kannski ekki alveg svona aðstæður en samt...

Þetta var reyndar á sólarströnd og töluverður fjöldi fólks á ströndinni. Ég hafði farið út í sjóinn þegar ég varð vör við að fullorðinn maður var í vandræðum. Aldan felldi hann ítekað og hann féll í sjóinn, hann reyndi að koma undir sig fótunum en féll alltaf jafnharðan aftur og réð ekkert við sig í straumnum. Ég ákvað að huga að honum og sá þá að hann var orðinn ansi örvæntingafullur og hræddur. Hann greip í mig og ég nánast dróg hann eða hálf bar í land þangað til að hann náði að fóta sig. 

Aumingja maðurinn var ansi sleginn, móður og vankaður en það fylgdi því voða góð tilfinning að hafa komið honum til hjálpar. 

pamela_anderson

 

Jamm og þá hef ég nú sagt ykkur frá því þegar ég var BAY WATCH GIRL - þetta var mitt svoleiðis móment Cool

NB. ég á enga mynd af mér við björgunarstörfin en þessi kemst ansi nærri því. 

 


Mér finnst rigningin góð

... þessa dagana í það minnsta. Með henni kemur sjálfsaginn sem mig vantaði svo tilfinnanlega í sólinni um daginn og skýrslugerðin verður leikandi létt og skemmtileg. Ég er sem sagt í sumarleyfi frá vinnunni minni til að sinna hinni vinnunni minni - verð...

Grikklandsmyndir

Þið verðir að afsaka að hlé verður á Grikklandsmyndum þar sem ég er víst búin að fullnýta myndaplássið mitt á síðunni þennan mánuðinn. Meira í ágúst!

Myndir

Ef einhver hefur áhuga á Grikklandsmyndum þá er ég byrjuð að dunda mér við að setja þær hér inn . Athugið að fyrstu myndirnar eru neðstar.

Auglýsing

Kona á miðjum aldri óskar eftir hæfilegum slatta af sjálfsaga gegn vægu gjaldi. Sjálfsaginn þarf að nýtast til að sitja inni yfir skýrslugerð þegar sólin skín; rýna í gögn frekar en sitja að spjalli við vini og ættingja, rjúka á fætur þegar klukkan...

Þar sem

mér hefur ekki enn tekist að setja inn myndir frá Grikklandsferðinni þá bendi ég ykkur á að kíkja á myndasíðuna hans Sveins, sem þið finnið hér . Þar eru nokkrar myndir og þeim á sennilega eftir að fjölga. Kannski að maður ætti að koma sér upp svona...

Komin heim

Fyrir meira en áratug spurði Nenni minn: Ingibjörg, eigum við ekki að leigja okkur skútu og sigla um suðrænar slóðir þegar ég verð fimmtugur? Jú, jú, sagði ég, af því að þegar maður er á fertugsaldri er einhvernvegin algerlega án ábyrgðar að svara...

Einum kafla lokið

Í kvöld útskrifast Bangsi minn úr Rimaskóla og mun sem formaður nemendaráðs halda sína fyrstu ræðu við athöfnina. Einhvern veginn finnst mér líka að ég sé að útskrifast. Í það minnsta lýkur í kvöld 19 ára ferli mínum sem foreldri grunnskólabarna. Og þó...

3. júní

Í dag hefði hún mammsa mín orðið 85 ára, hefði henni enst aldur og í dag eru jafnframt 29 ár frá því að hann pabbi minn blessaður varð bráðkvaddur langt fyrir aldur fram. Mikið sem ég var sæl með þau sem foreldra - þeir gerast ekki...

Ný upplifun

Í morgun poppuðu upp á tölvunni minni tilkynningar um veikindi tveggja samstarfskvenna minna á þjónustumiðstöðinni. Það verður að segjast alveg eins og er að ég fylltist ákveðinni vellíðunarkennd þegar það rann upp fyrir mér að ég þurfti ekki að hugsa...

Draugagangur

Í gær var Björn Logi ásamt skólafélögum sínum í ferðalagi fyrir austan fjall. Þegar skjálftinn gekk yfir áttu þau að vera stödd í Draugasetrinu á Stokkseyri en sem betur fer hafði orðið seinkun á ferð þeirra þannig að þau voru stödd í rútunni en ekki...

Í tilefni mæðradags

Mamma og tengdamamma. Tvær skarpgreindar konur, dugnaðarforkar og ömmur barnanna minna. Ég sakna þeirra beggja en mikið ótrúlega voru þær samt ólíkir persónuleikar. Blessuð sé minning þeirra.

Gleðilegt sumar...

...kæru vinir og vandamenn. Já og þvílíkt sumar framundan Berlín, ný vinna, Grísku eyjarnar, skýrslugerð og og og... Hér á bæ er kellan annars að verða klár fyrir tónleika kvöldsins. Hlakka mikið til enda tókust tónleikarnir á þriðjudaginn með afbrigðum...

Speki

Það er ekki af því að eitthvað er erfitt sem við þorum ekki. Það er af því að við þorum ekki sem eitthvað er erfitt.

Bland í poka af bestu gerð

Ótrúlega notalegt að hafa svona hátíðir með vissu millibili - og alveg bráðnauðsynlegt. Við hjónakornin áttum flotta ferð norður, mikið sofið (bæði á Tindastóli og KEA) en þó enn meira keyrt og landslagið rifjað upp. Nutum gestrisni og eðal eldamennsku...

Konan...

... komin í páskafrí og farin í dekurferð með bóndanum norður yfir heiðar - og ómegðin bara skilin eftir eftirlitslaus í kotinu. Gleðilega páska, ljósin mín. Borðið nú vel af páskaeggjum og verið góð hvert við annað.

Hve smart er maður?

Kona fer á árshátíð. Hún er búin að blása hárið, farða andlitið og komin í árshátíðardressið. Bara sátt við útlitið, aldrei þessu vant. Þá er bara að setja það nauðsynlegasta í spariveskið. Já, auðvitað lykla svo hún komist inn í nótt, kortin svo hún...

Fimmtudagur..

.. og tilhugsunin um breytingar framundan rétt farnar að síast inn fyrir þykka skelina - en engan veginn komnar alveg í gegn Til að upplýsa ykkur þá snýst málið um það að ég sótti um stöðu leikskólaráðgjafa við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband