Einum kafla lokið

Í kvöld útskrifast Bangsi minn úr Rimaskóla og mun sem formaður nemendaráðs halda sína fyrstu ræðu við athöfnina.

Einhvern veginn finnst mér líka að ég sé að útskrifast. Í það minnsta lýkur í kvöld 19 ára ferli mínum sem foreldri grunnskólabarna. Og þó að synir mínir hafi átt farsæla skólagöngu og ekki rekið sig harkalega á þá ramma sem þar eru settir þá er finnst mér ósköp gott að þessum kafla í lífi mínu er lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Til hamingju,- ég var einmitt að útskrifa frá mér yndislegan hóp 10.bekkinga,- fyrrverandi ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 4.6.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Takk fyrir það. Þetta var virkilega falleg og skemmtileg stund.

Ingibjörg Margrét , 5.6.2008 kl. 07:04

3 identicon

Innilega til hamingju með útskriftina öll sömul. Sannalega gott að grunnskólagöngunni skuli loksins vera lokið. Ég á enn eftir 2 ár í að ná þessum áfanga og þá verða árin mín orðin 20 sem grunnskólamamma.

Beta (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:27

4 identicon

Já innilega til hamingju. Ég er nú bara búin með 1 ár sem grunnskólamamma og á þá væntanlega 14 ár eftir. haha.

Knús Grettla

Grettla (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband