Miðvikudagar...

... eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér hefur alltaf fundist þeir góðir dagar - miðbik vikunnar og styttist í helgina - auk þess sem ég átti tvo eldri strákana mína á miðvikudegi.

Og þessi miðvikudagur 12. mars 2008 verður lengi í minnum hafður. Viðburðaríkur dagur sem fékk eftirminnilegan endi og fær þann sess að verða vendipunktur í mínu lífi Smile

Segi ykkur betur frá þessu seinna - þarf sjálf aðeins að átta mig á stöðunni fyrst.


Bloggleti

Ég er haldin mikilli bloggleti þessa dagana og nenni hreinlega ekki að pikka inn nokkurn hlut um allt það skemmtilega og spennandi sem þó er að gerast í lífi mínu - jafnt vinnu- sem einkalífi.

Sjáum hvort Eyjólfur fer ekki að hressast hvað úr hverju - en þangað til: Hlé - vegna bloggleti!


Dásamleg niðurstaða í mátun heyrnartækis

Já, ég fór sem sagt, eins og til stóð til að máta heyrnartæki í morgun og fékk þessa dásamlegu niðurstöðu! Nefnilega þá að ég er með svo fallega hlust!!!! Ég endurtek: FALLEGA HLUST!

"Já, er það", sagði ég eins og afglapi við blessaða konuna eftir að hún hafði troðið leir í eyrað á mér til að taka mót af hlustinni, "ég hef víst ekkert vit á slíku". "Nei", sagði hún og brosti í kampinn "en þetta er svolítil stúdía hér hjá okkur sem vinnum við þetta og þín er mjög falleg".

Þetta breytir náttúrulega öllu og réttlætir algerlega að maður kaupi sér 180 þúsund króna heyrnartæki - ég meina maður setur ekki ódýrt drasl í svona fallega hlust - það segir sig sjálft.

En einhver bið verður víst á að ég fái tæki lánað til að prófa þar sem blessaður maðurinn sem smíðar stykkið í hlustina er í tveggja vikna fríi. Annars staðfesti þessi heimsókn, eins og þær fyrri, bara það sem ég vissi. Afleit heyrn - dottin niður um 60 desibel (liggur á bilinu 40 og niður í 80 á línuritinu). Og svo mun það víst vera svo að Tryggingastofnun tekur ekki þátt í kostnaði nema hitt eyrað sé slæmt líka. Mér finnst það auðvitað hundfúlt en tek svo sem góða heyrn á öðru eyra fram yfir niðurgreiðslu frá Ríkinu.


Hér er...

... auðvitað konudagur alla daga, eins og vinir og kunningjar vita, enda hefur minn elskulegur tekið yfir í eldhúsinu, góðu heilli en auðvitað vakti hann spúsu sína með ljúffengum morgunverði í morgun. Og ég get sagt ykkur að á þessu heimili er það mun...

Hnoð að handan

Já, ljúfur laugardagur að kveldi kominn. Fór í nudd til Jónu minnar í morgun til að láta nudda úr mér þreytu og streitu sem hefur setið fullmikið í mér þessa vikuna. Ég mætti í fyrsta sinn til Jónu á nýja staðinn en hún var að flytja stofuna sína og er...

Vísukorn

Ég skal vera þíðan þín þegar allt er frosið, sólin hún er systir mín segir litla brosið _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ Hvar sem lítið kærleikskorn kann að festa rætur þar fer enginn út í horn einmana og gætur Þessar fallegu vísur, sem margir munu víst kannast...

Skrýtinn bloggari

Já, það er nú það. Særún setur í athugsemdir hér að neðan að ég hefði átt að tengja bloggið mitt við moggavefinn til að fleiri sæju það en ég er svo skrýtin að mér finnst eitthvert öryggi í því að ekkert alltof margir séu að lesa þetta pár mitt. Sumum...

Sjá...

... nýja skoðanakönnun hér til hliðar.

Það er leikur að læra...5 ára

Nú hefur verið samþykkt í bæði leikskóla- og menntaráði að opna næsta haust fimm ára deildir/bekki við grunnskóla í öllum hverfum borgarinnar. Ég er í hjarta mínu sammála því að val og fjölbreytileiki er yfirleitt alltaf til góða og tel að ef einum tekst...

Vetrarfrí

Það er skondið þetta vetrarfrí sem hefur verið að festa rætur í grunnskólunum síðustu ár. Auðvitað falleg hugsun um að brjóta upp hversdaginn hjá börnunum svo þau geti notið samvista með fjölskyldum sínum - geri ég ráð fyrir - en gengur bara ekki upp. Nú...

Umhyggja

Eins og þið vitið flest er ég mjög upptekin af umhyggju í skólastarfi þessa dagana og hef verið að skoða það á hvern hátt hún getur hreinlega skipt sköpum. Í þessum vangaveltum hef ég sem foreldri m.a. horft til baka. til allra kennaranna sem strákarnir...

Fyrirlestraskór og fleira góðra frétta.

Ein enn annasöm en skemmtileg vika á enda og kjörið að skella inn nokkrum línum á meðan bóndinn mallar nautakjöt í rjómasveppasósu ofan í fraukuna sína. Þetta hefur eiginlega verið alveg óskaplega fræðileg vika, ef það má orða það svo. Við...

Flestir...

... hamast með snjóskófluna; moka frá niðurföllum og dyrum en einstaka maður missir sig með skófluna og hamast við að grafa sína eigin pólitísku gröf. Mikið finnst mér alltaf átakanlegt og aumkunnarvert að fylgjast með

Til hamingju leikskólafólk, stórt og smátt

Í dag er öskudagur og hefðbundin hátíðarhöld í leikskólanum framundan. Ég sit hér í náttfötunum, sem verður minn vinnufatnaður í dag, tilbúin að dansa og sprella með Spidermönnum, prinsessum, stirðum Sollum og án efa íþróttaálfinum í nokkrum eintökum Það...

Ég er Susan

Tók prófið: Which Housewife Are You? og ég mun vera Susan! Ég hef reyndar bara horft á þessa þætti tvisvar eða þrisvar og veit ekki alveg hvort þetta er góð útkoma í prófinu en var sátt við þetta: You always mean well, but somehow things don´t always...

Helgarblogg

Jæja, þá hefur janúar runnið sitt skeið á ógnarhraða og þrenningin bollu-, sprengi, og öskudagur banka uppá alltof snemma. Nú, Sveinn og miðlungurinn brugðu sér í jöklaferð um helgina og við Bangsi minn höfum notað daginn í að baksa við að hylja loksins...

Af dún og dásemdum

Annars er mér svo sem sama um allar flensur enda myndi ekki væsa um mig í bælinu. Fór nefnilega í gær og fjárfesti í nýrri dúnsæng - Snjógæsadúnn mun það vera. Fislétt og dásamleg. Ástandið í svefnherberginu var farið að líkjast gömlu...

Allt gengur yfir um síðir

Já, já hún gekk yfir þessi hundrað daga flensa af B-stofni. Mun samt hafa lagst þungt á marga settlega borgara sem báru harm sinn í hljóði. Nú og við tók önnur flensa, nú af óþekktum F- stofni. Sú herjar aðallega á ungliðahreyfingar sem láta mikinn á...

Nema hvað??

Í leikskólanum, í dag, bjuggum við okkur til hatta sem við ætlum að skarta á föstudaginn á þorrablótinu okkar og auðvitað skreytti hver og einn sinn hatt. Ég dró m.a. upp einfalda mynd af víkingahjálmi með horn og alles á minn hatt og sagði: Ég ætla að...

Obbobobb

Árið bara þýtur áfram með fjölbreyttum verkefnum og skemmtunum og lofar sannarlega góðu skal ég segja ykkur. Ég ætla nú samt að gefa mér tíma af og til, til að pikka hér inn svona einhver brot af því besta og nú er góður tími. Ég sit reyndar hér, afar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband