Auglýsing

Kona á miðjum aldri óskar eftir hæfilegum slatta af sjálfsaga gegn vægu gjaldi.

Sjálfsaginn þarf að nýtast til að sitja inni yfir skýrslugerð þegar sólin skín; rýna í gögn frekar en sitja að spjalli við vini og ættingja, rjúka á fætur þegar klukkan hringir en ekki snúa sér á hina hliðina, velja fræðibækur fram yfir fagurbókmenntir; brýna hugann, greina matsgögn, setja hluti í samhengi og komast að sæmilega skynsamlegri niðurstöðu.

Þeir sem eru aflögufærir vinsamlegast hafið samband hið allra fyrsta! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þetta er ekki til ;) amk ekki á meðan sólin skín...

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 10.7.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Þetta grunaði mig - skollinn ég fer samt ekki að biðja um rigningu!

Ingibjörg Margrét , 10.7.2008 kl. 23:28

3 identicon

Ha ha ha!

Hann var góður þessi!

Kveðja,

Beta

Beta (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband