Brósi minn

Í dag, 24. júlí hefði Grettir bróðir minn orðið 63 ára. Nú eru liðin nærri sex ár frá því að hann lést af völdum heilaæxlis en enn þann dag í dag finnst mér að hann hljóti að vera til staðar; að ég geti hringt í hann og að hann haldi utan um okkur öll í fjölskyldunni eins og honum var einum lagið. 

 

Ég set hérna mynd sem tekin var af okkur systkinunum vorið 2002 í fermingu Snorra sonar míns. Þá var Grettir afar veikur en tók því af miklu æðruleysi, tók þátt í öllum uppákomum fjölskyldunnar og var hrókur alls fagnaðar eins og jafnan áður. Það er dýrmætt í dag að eiga svona myndir og minningar um góðar stundir.  

 

DSCF0011Það var t.d. mikils virði að við skyldum þetta sama sumar fara öll saman stórfjölskyldan til Benidorm en þar var þessi mynd tekin á góðri stundu af þeim Gretti og mágkonum mínum; Kristínu og Þuru, konunni hans en þau höfðu verið saman frá því að þau voru 16 ára.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snökkt snökkt.

knús Grettla

Grettla (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 17:16

2 identicon

Þú lætur mig fara að skæla. En þú veist nú hvernig ég er.

Beta (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband