2008
1.1.2008 | 16:52
Jæja, góðir hálsar - þá er það runnið upp!
Árið sem ég verð svo dugleg. Árið sem heimilið verður alltaf svo snyrtilegt, allt á sínum stað, alltaf sett jafnóðum í uppþvottavélina, óhreinataukarfan aldrei nema hálffull, allt samanbrotið í skápunum og aldrei föt á gólfinu.
Árið sem mun einkennast af daglegum dásamlegum samverustundum með fjölskyldunni við spjall, spil og útiveru. Árið sem ég mun helga vinum og ættingjum. Árið sem góðvild og hjálpsemi mun gegnsýra allt mitt atferli.
Árið sem ég mun helga mig lestri fræði- og fagurbókmennta sem munu gera mig bæði fróða og góða og mikið hæfari í vinnunni en nú er. Árið sem mun skipta sköpum fyrir mig sem fagmanneskju, já og sem manneskju svona almennt!
Árið þegar ég verð mjó! Þegar gönguferðir og jógaástundum verða daglegt brauð og svei mér þá ef sundferðir komast ekki líka á dagskrá. Árið sem ég hætti að borða súkkulaði og sætabrauð en sný mér alfarið að næringarríkri hollustu sem ég mun þó neyta í miklu hófi.
Já, get svo svarið ykkur það að þetta verður geggjað ár og svo verður karlinn fimmtugur, frumburðurinn 25 og miðlungurinn 20 - er þetta ekki magnað?
Já, dásamlegt ár framundan. Mikið hlakka ég til.
Óska ykkur öllum líka gleðilegs árs og friðar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sameiginlegir hæfileikar
29.12.2007 | 18:27
Ótrúlegt hvað maður getur gleymt á milli ára. Við vorum öll með það á hreinu, stórfjölskyldan að árlegt jólaboð sem skiptist á þessa þrjá fjölskylduleggi væri í höndum Jóns Steinars og Kristínar þetta árið - alveg þangað til korteri fyrir jól. Þá fóru að koma einhverjir bakþankar í minn gamla haus og ég fór að fletta upp í gömlum dagbókum - og viti menn það stóð sko upp á mig að halda þetta jólaboð en ekki þau mætu hjón bróður minn og mágkonu. Nú það er auðvitað ekki mikið mál að halda boð þegar gestirnir koma með allar veitingarnar með sér og í dag var hér samankominn föngulegur fjörutíu manna hópur yfir glæsilegum veitingum.
Mikið sem þau mamma og pabbi hefðu verið stolt af þessum ungahópi sínum. Það er eiginlega ótrúlegt hvað þetta er fjölmennur hópur. Við vorum ekki nema þrjú syskinin sem komumst til fullorðinsára en samt erum við, þegar allt er talið saman, börn, makar og allur pakkinn, 51 manneskja og von á tveimur börnum nú á nýju ári. Og minn leggur telur ekki nema 6 manns svo það sýnir hvað bræðraleggirnir mínir eru öflugir.
Einn hæfileika eigum við þessi systkini og börn okkar þó algerlega sameiginlegan og það er að velja okkur flotta maka. Þar er nefnilega einvala lið og greinilegt að nýjustu eintökin í þeim hópi standa hinum ekkert á sporði. Enda krefst það alveg sérstakra eiginleika að giftast inn í þessa fjölskyldu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðlungurinn minn...
27.12.2007 | 18:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verð að segja...
27.12.2007 | 14:39
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jóladagur
25.12.2007 | 17:53
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Minning
23.12.2007 | 21:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þorláksmessa
23.12.2007 | 08:44
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja...
19.12.2007 | 11:25
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Og þá...
15.12.2007 | 09:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stubburinn...
14.12.2007 | 18:56
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aldrei fór það svo...
11.12.2007 | 21:27
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hjálparhönd
2.12.2007 | 20:09
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin fullkomna helgi
2.12.2007 | 19:25
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að standa í hurðinni...
2.12.2007 | 18:52
Fiskur
25.11.2007 | 12:50
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Meira um okkar fallega og fjölbreytilega tungumál
24.11.2007 | 19:27
Afmælisbörnin mín
23.11.2007 | 20:24
Blað allra landsmanna?
23.11.2007 | 19:57
Menning og listir | Breytt 24.11.2007 kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að koma
20.11.2007 | 23:08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hann er alveg eins og pabbi sinn!
19.11.2007 | 21:41