Dásamleg niðurstaða í mátun heyrnartækis

Já, ég fór sem sagt, eins og til stóð til að máta heyrnartæki í morgun og fékk þessa dásamlegu niðurstöðu! Nefnilega þá að ég er með svo fallega hlust!!!! Ég endurtek: FALLEGA HLUST!

"Já, er það", sagði ég eins og afglapi við blessaða konuna eftir að hún hafði troðið leir í eyrað á mér til að taka mót af hlustinni, "ég hef víst ekkert vit á slíku". "Nei", sagði hún og brosti í kampinn "en þetta er svolítil stúdía hér hjá okkur sem vinnum við þetta og þín er mjög falleg".

Þetta breytir náttúrulega öllu og réttlætir algerlega að maður kaupi sér 180 þúsund króna heyrnartæki - ég meina maður setur ekki ódýrt drasl í svona fallega hlust - það segir sig sjálft.

En einhver bið verður víst á að ég fái tæki lánað til að prófa þar sem blessaður maðurinn sem smíðar stykkið í hlustina er í tveggja vikna fríi. Annars staðfesti þessi heimsókn, eins og þær fyrri, bara það sem ég vissi. Afleit heyrn - dottin niður um 60 desibel (liggur á bilinu 40 og niður í 80 á línuritinu). Og svo mun það víst vera svo að Tryggingastofnun tekur ekki þátt í kostnaði nema hitt eyrað sé slæmt líka. Mér finnst það auðvitað hundfúlt en tek svo sem góða heyrn á öðru eyra fram yfir niðurgreiðslu frá Ríkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli ég þurfi svo ekki að fá mér gleraugu - með ærnum tilkostnaði - til þess að geta virt þessa nýuppgötvuðu fegurð þína fyrir mér. 

 Fylgdi nokkuð sögunni hvort þú værir svona falleg beggja megin - eða takmarkast þetta við hægri vangann?

Sveinn (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

ohhh, ´þú getur nú lifað lengi á þessu.  Falleg hlust ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.2.2008 kl. 20:11

3 identicon

Ég vona að þú greiðir vel frá eyrum í kvöld, svo ég fái notið þessarar fegurðar. 

Spurning hvort þú skelltir ekki inn, hér á síðuna, svona eins og einni mynd af þessari fögru hlust. Okkur hinum til yndisauka.

Beta (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:31

4 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Nenni minn, þetta er eins og með Homeblest, væni minn - Gott báðum megin.

Já, Þórhildur ég lifi sko lengi á þessu og mun einbeita mér að því að koma þessu á framfæri - á réttum stöðum

Beta, maður flíkar ekki svona fegurð á netinu. Ég var meira að hugsa um að koma af stað almennilegri keppni í þessari "innri fegurð".

Ingibjörg Margrét , 26.2.2008 kl. 09:39

5 identicon

Falleg að utan sem innan, frá öllum hliðum séð...það vita nú allir Ingibjörg.  Ég er samt hrædd um að Sveinn verði að fá sér svona græju eins og háls-nef og dýralæknar nota, til að berja hlustarfegurðina augum.

Gróa (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:23

6 identicon

Ja hérna hér. Þetta er bara eins og í fegurðarkeppni. "Gvöð nei ég átti sko ekki von á þessu.... við erum bara allar svo góðar vinkonur. Ég vil þakka mömmu og pabba sem lögðu til genin í hlutstina fallegu. Án þeirra... guð vá...."

Haha. Til hamingju með þetta.

Kveðja Grettla

Grettla (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband