Af dún og dásemdum

Annars er mér svo sem sama um allar flensur enda myndi ekki væsa um mig í bælinu. Fór nefnilega í gær og fjárfesti í nýrri dúnsæng - Snjógæsadúnn mun það vera. Fislétt og dásamleg.

Ástandið í svefnherberginu var farið að líkjast gömlu sjónvarpsauglýsingunni, sem allir sem komnir eru til vits og ára muna eftir, einum of mikið. Dúnninn úti um allt ef mín svo mikið sem snéri sér í bælinu, enda hin 19 ára gamla dúnsæng orðin ansi lúin og hefur síðustu vikur fengið þá sérmeðferð að  vera sett í tvö sængurver til að reyna að sporna við dúndrífunni. Svo mín brá sér í Dún og fiður, reyndar ekki á Vatnstíg 3, heldur niðri á Laugavegi og fékk sér bara eina nýja. Og þvílíkur munur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og svo má ég búa við það að þurfa að sofa við hliðina á nýja dúnfjallinu með mína gömlu, gisnu dulu ofan á mér. Forgangsröðin er alveg skýr á þessu heimili.

Sveinn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Ohhh ætli þú leitir ekki undir dúnfjallið ef þú hefur þörf á, gamli minn

Ingibjörg Margrét , 27.1.2008 kl. 13:03

3 identicon

Af því að hún er svona fislétt (og við ekki með svo rosalega mikinn farangur) ertu þá ekki til í að taka hana með til Berlínar, ef ske kynni að mér yrði kalt á tánum og gæti þá laumað mér undir til þín. 

Beta (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 09:21

4 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Ekki málið Beta mín, þú veist að ég pakka ýmsu niður fyrir þig - set bara stopp þegar kemur að því að ég þurfi að borga yfirvigt til að fá að fara úr landi

Ingibjörg Margrét , 28.1.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband