Vísukorn

Ég skal vera þíðan þín

þegar allt er frosið,

sólin hún er systir mín

segir litla brosið 

 _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Hvar sem lítið kærleikskorn

kann að festa rætur

þar fer enginn út í horn

einmana og gætur

 

Þessar fallegu vísur, sem margir munu víst kannast við þó ég hafi aldrei heyrt þær áður, munu vera eftir föður einnar samstarfskonu minnar. Óskaplega fallegar vísur sem ég ætla að syngja við barnabörnin mín ef og þegar ég verð amma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

æði, hef ekki heyrt þá áður frekar en þú.  Ég fer strax að æfa sönginn enda löngu orðin amma ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 23.2.2008 kl. 15:25

2 identicon

Fyrra erindið kunni ég enda lærðu báðar dæturnar það í Æfingaskólanum á sínum tíma. Það seinna er fallegt líka og bæði fara nú inn á lagalista leikskólans. Takk fyrir.

Anna Magga (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Já mínar kæru, það er örugglega gott að kveða þetta við ungviðið.

Mikið finnst mér annars gaman að sjá að þú ert farin að líta reglulega inn Anna mín. Set þig á bloggdraumalistann minn - sbr fyrri færsla

Ingibjörg Margrét , 23.2.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband