Færsluflokkur: Bloggar

Ja hérna

Ég var bara aðeins að athuga hvort ég myndi þetta ennþá og hvort allt virkaði og svei mér þá ef það gerirð það ekki bara Smile

Nenni ekki að blogga.

Fésbókin uppfyllir netþarfir mínar þessa dagana.

Ég er þjökuð...

... af mikilli bloggleti þessa dagana.

Klukk

 Ja hérna! Haldiði ekki að ég hafi bara verið klukkuð. Ég átti nú satt að segja ekki von á því en Jóhanna bloggvinkona mín kom á mig höggi og ég vík mér að sjálfsögðu ekki undan því. 

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

  • Á Borgarbókasafninu
  • Skúringar í Ísbirninum
  • Dagmamma
  • Leikskóli, leikskóli, leikskóli... hef starfað við sjö leikskóla um ævina.


Fjórar eða öllu heldur fimm bíómyndir sem ég held upp á:

  • Notebook
  • Sixth Sense
  • Pretty Woman
  • Pride and Prejudice
  • og að sjálfsögðu Kórinn.


Fjórir (fimm) staðir sem ég hef búið á – allir í Reykjavík:

  • Í Sólheimunum
  • Á Brúnavegi
  • Í Fossvogi á tveimur stöðum
  • Í Hlíðunum
  • Í Grafarvoginum

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

  • Út og suður
  • Grey’s Anatomy
  • C.S.I
  • Frelsisþrá (Tropiques amers) sem nú er á sunnudagskvöldum á RÚV

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  • Kanarí
  • Kúba
  • Kína
  • Grikkland

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  • Innri vefur Léttsveitarinnar
  • Facebook
  • Mbl.is
  • Vedur.is

 

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

  • Heimabakaða laugardagspizzan að hætti heimavarnarliðsins
  • Heimabökuðu, grilluðu, pítubrauðin mín full af fersku grænmeti og djúsí pítusósu.
  • Kókoskjúllinn hans Sveins borinn fram með ferskum banönum og gúrkusneiðum
  • Eggjakaka að hætti Jóhönnu Vigdísar.

 


Fjórar bækur sem ég hef lesið oft – les reyndar helst ekki sömu bókina oft en…

  • Sjálfstætt fólk
  • Austan vindar og vestan og fl. bækur eftir Pearl S. Buck
  • Sigga Vigga og börnin í bænum - Bók sem hafði varanleg áhrif á uppeldislega sýn mína strax þegar ég var barn að aldri.
  • Ýmsar barnabækur sem ég nánast kann utanað eftir rúmlega 20 ár sem leikskólakennari

 

Fjórir bloggara sem ég klukka – úbbs – verða það nokkuð að vera moggabloggarar - ég held að ég eigi ekki marga lesendur í þeim hópi. Prófum þessar fimm og sjáum hvað setur:

  • Þórhildur Helga
  • Bergljót Guðmunds, Systa
  • Kristín Dýrfjörð
  • Særún 
  • Silla

 



Allamalla

Ég er að fara í fimmtugsafmæli í kvöld þar sem hluti partísins á að fara fram í tjaldi úti í garði og mannskapurinn er beðinn um að vera klæddur eftir veðri Crying Er ekki málið að fara bara í blautbúningnum hans Sveins?

 Mikið er nú annars gaman að setja inn nokkrar línur á nýju Dell-unni minni. Dásamlegur gripur - og svo er hún svo falleg. (Hér átti að vera mynd af gripnum en kerfið vill ekki myndirnar mínar).


Hvað segir fæðingardagurinn?

Samkvæmt Facebook segir fæðingardagurinn minn þetta um mig: 
 November 8, 1961
Lucky Color:Mustard
Personality Strengths:Knowledge, Longevity
Personality Weakness(es):Ego
Successful Career Path:Fashion
Sense of Humor Style:Sarcastic
Adjectives to Describe You:enterprising, daring
  
Description:
A hip non-conformist who truly stands for his/her beliefs - you are out to make a difference in this world, and you have a realistic chance of success. You have always been self-driven and derive your inspiration from those close to you. Ambitious - and why shouldn't you be - the sky is the limit for you!

Eða kannski var hún betri þessi:

Ísland er stórasta landið! LoL

Besta...

...setningin í lýsingu handboltaleiksins í dag var:

                        Guð blessi móðurina sem ól þig!


Leikskólabarnið ég

Það er auðvitað ekki hægt að blogga í dag öðruvísi en að nefna þennan frábæra leik í hádeginu. Ég sá reyndar ekki nema síðustu 20 mínúturnar en þær voru alveg magnaðar SmileLoLSmileLoL

Á morgun ætla ég svo að skreppa aðeins á menningarnótt - aðallega til að koma við á Leikskólasviði en þar verður opið hús frá kl. 15-17. Þar hefur nú verið sett upp sýning á gömlum leikskólamunum og -myndum sem mig langar til að sjá auk þess sem Inga Stína mín verður þar ásamt fleiri góðum leikskólakennurum til að rifja upp gamla daga.

Eins og þið vitið sem þekkið mig þá hef ég hreinlega alið allan minn aldur í leikskólum. Byrjaði ársgömul í Steinahlíð hjá henni Ídu minni og fór svo í Holtaborg 5 ára nú og hef svo átt nánast allan minn starfsaldur innan leikskóla.

Hér má sjá mynd úr Steinahlíð frá því að ég var þar barn. Litla stúlkan fyrir miðri mynd sem heldur um eyrun á sér og er á svipinn svolítið eins og "hissa Ólsari" (eins mamma hefði orðað það) er sem sagt ég.

msoD7C8A

 


Það...

... rifjaðist skemmtilegt atvik upp fyrir mér eftir að ég setti inn færsluna hér að neðan:

Þegar Björn Logi var nokkurra mánaða var, eins og gerist og gengur, mikið verið að velta því fyrir sér hverjum barnið líktist nú helst. Snorri var þá fjögurra ára og eins og þeir vita sem til þekkja, ansi skemmtilegt og frjótt barn.

Einhverju sinni vildi Snorri leggja mat sitt á það hvort við Björn værum lík og ég lagði barnið upp að vanga mér svo hann gæti virt okkur vel fyrir sér.

Eftir drjúga umhugsun kvað hann upp dóminn: Jú, mamma er líkari!
 

Snorri Hér er svo mynd af spekingnum um það leyti sem hann kvað upp þennan skynsama dóm sinn!

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband