Klukk

 Ja hérna! Haldiði ekki að ég hafi bara verið klukkuð. Ég átti nú satt að segja ekki von á því en Jóhanna bloggvinkona mín kom á mig höggi og ég vík mér að sjálfsögðu ekki undan því. 

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

  • Á Borgarbókasafninu
  • Skúringar í Ísbirninum
  • Dagmamma
  • Leikskóli, leikskóli, leikskóli... hef starfað við sjö leikskóla um ævina.


Fjórar eða öllu heldur fimm bíómyndir sem ég held upp á:

  • Notebook
  • Sixth Sense
  • Pretty Woman
  • Pride and Prejudice
  • og að sjálfsögðu Kórinn.


Fjórir (fimm) staðir sem ég hef búið á – allir í Reykjavík:

  • Í Sólheimunum
  • Á Brúnavegi
  • Í Fossvogi á tveimur stöðum
  • Í Hlíðunum
  • Í Grafarvoginum

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

  • Út og suður
  • Grey’s Anatomy
  • C.S.I
  • Frelsisþrá (Tropiques amers) sem nú er á sunnudagskvöldum á RÚV

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  • Kanarí
  • Kúba
  • Kína
  • Grikkland

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  • Innri vefur Léttsveitarinnar
  • Facebook
  • Mbl.is
  • Vedur.is

 

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

  • Heimabakaða laugardagspizzan að hætti heimavarnarliðsins
  • Heimabökuðu, grilluðu, pítubrauðin mín full af fersku grænmeti og djúsí pítusósu.
  • Kókoskjúllinn hans Sveins borinn fram með ferskum banönum og gúrkusneiðum
  • Eggjakaka að hætti Jóhönnu Vigdísar.

 


Fjórar bækur sem ég hef lesið oft – les reyndar helst ekki sömu bókina oft en…

  • Sjálfstætt fólk
  • Austan vindar og vestan og fl. bækur eftir Pearl S. Buck
  • Sigga Vigga og börnin í bænum - Bók sem hafði varanleg áhrif á uppeldislega sýn mína strax þegar ég var barn að aldri.
  • Ýmsar barnabækur sem ég nánast kann utanað eftir rúmlega 20 ár sem leikskólakennari

 

Fjórir bloggara sem ég klukka – úbbs – verða það nokkuð að vera moggabloggarar - ég held að ég eigi ekki marga lesendur í þeim hópi. Prófum þessar fimm og sjáum hvað setur:

  • Þórhildur Helga
  • Bergljót Guðmunds, Systa
  • Kristín Dýrfjörð
  • Særún 
  • Silla

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

það er bannað að klukka konur eins og mig - sem aldrei man neitt af því sem spurt er um. Sjáum til hvað ég geri, verð að viðurkenna að ég kann ekki þennan leik.

Kristín Dýrfjörð, 5.9.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Æ, Kristín mín fyrirgefðu, ég skil þig alveg en fullvissa þig um að það er ýmislegt sem rifjast upp þegar á reynir

Annars veit ég eiginlega ekki alveg hvað þetta er með mig - ég veit fátt verra en að fá svona keðjusendingar (flokka þetta sem eina slíka) en einhverra hluta vegna læt ég þær oftast ganga áfram - ég held að þetta tengist því að í eðli mínu er ég afar hlýðin manneskja og reyni yfirleitt að gera það sem mér er sagt eða ég er beðin um. 

Ingibjörg Margrét , 7.9.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ég skal leggja höfuð í bleyti ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 7.9.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: G. Reykjalín

Langaði bara að kvitta í bókina .. ég kíkti hérna inn kl 13:03 þann 10. September 2008.. :)

G. Reykjalín, 10.9.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: G. Reykjalín

Og aftur þann 11 September kl 9:39 .. magnað ekki satt?

G. Reykjalín, 11.9.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband