Færsluflokkur: Matur og drykkur

Aldrei fór það svo...

... að mogginn birti ekki restina af þessu greinatetri mínu. Hún kom sem sagt í blaðinu í morgun - en óttalega einhvern veginn úr sambandi og fremur kjánaleg núna þegar svona langt er liðið frá tilefni hennar og að ég tali ekki um, fyrr hlutanum. En svona er þetta og ég nenni hreinlega ekki að ergja mig meira á því máli. Stóð í bréfaskrifum við ritstjórn vegna þessa en gekk bara á veggi þar á bæ og lét málið niður falla... svo ekk orð um það meir!

Mikið nær að gefa ykkur uppskrift að þessum dásamlega rétti sem minn elskulegur matreiddi handa mér i kvöld. Skollinn ef matarástin fer bara ekki að slaga hátt upp í alla hina ástina sem ég hef á honum þessum karlanga mínum Whistling

Lax með engifer  ­­­­

Uppskriftin er fengin af www.astamoller.is og þangað komi úr Fréttablaðinu þar sem hún birtist í janúar 2003. Hún er þrautreynd og afar einföld og góð. 

  • Laxflak (eða sneiðar) sem er skorið í bita, 250-300 gr á mann. 
  • Engiferrót 2-3 cm eða eftir smekk- sem er rifin og sett yfir laxinn. 
  • 2-3 msk sojasósa- sett yfir laxastykkin 
  • Möndluflögum er dreift yfir.
  • 1/3 af ferskum mjög smátt skornum chili sáldrað yfir.
  • Saltað.
  • Laxinn er bakaður í 200 gráðu heitum ofni þar til hann er fallega brúnaður.
  • Borið fram með kartöflum.

 Ummm - nammi, namm. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband