Færsluflokkur: Bloggar

Bay watch girl

Fréttir af ferðamönnum sem voru hætt komnir í briminu við suðurland minntu mig á að einu sinni varð ég þess aðnjótandi að koma manni til hjálpar við álíka aðstæður - ja, kannski ekki alveg svona aðstæður en samt...

Þetta var reyndar á sólarströnd og töluverður fjöldi fólks á ströndinni. Ég hafði farið út í sjóinn þegar ég varð vör við að fullorðinn maður var í vandræðum. Aldan felldi hann ítekað og hann féll í sjóinn, hann reyndi að koma undir sig fótunum en féll alltaf jafnharðan aftur og réð ekkert við sig í straumnum. Ég ákvað að huga að honum og sá þá að hann var orðinn ansi örvæntingafullur og hræddur. Hann greip í mig og ég nánast dróg hann eða hálf bar í land þangað til að hann náði að fóta sig. 

Aumingja maðurinn var ansi sleginn, móður og vankaður en það fylgdi því voða góð tilfinning að hafa komið honum til hjálpar. 

pamela_anderson

 

Jamm og þá hef ég nú sagt ykkur frá því þegar ég var BAY WATCH GIRL - þetta var mitt svoleiðis móment Cool

NB. ég á enga mynd af mér við björgunarstörfin en þessi kemst ansi nærri því. 

 


Mér finnst rigningin góð

... þessa dagana í það minnsta. Með henni kemur sjálfsaginn sem mig vantaði svo tilfinnanlega í sólinni um daginn og skýrslugerðin verður leikandi létt og skemmtileg.

Ég er sem sagt í sumarleyfi frá vinnunni minni til að sinna hinni vinnunni minni - verð í sumarleyfi fram yfir verslunarmannahelgi og ætla að vera dugleg að sitja við þessa vikuna - vonandi get ég þá tekið mér alveg frí seinni vikuna og lagst í fjallaferðir með mínum betri helmingi.


Grikklandsmyndir

Þið verðir að afsaka að hlé verður á Grikklandsmyndum þar sem ég er víst búin að fullnýta myndaplássið mitt á síðunni þennan mánuðinn. Meira í ágúst!

 


Myndir

Ef einhver hefur áhuga á Grikklandsmyndum þá er ég byrjuð að dunda mér við að setja þær hér inn . Athugið að fyrstu myndirnar eru neðstar.

Auglýsing

Kona á miðjum aldri óskar eftir hæfilegum slatta af sjálfsaga gegn vægu gjaldi.

Sjálfsaginn þarf að nýtast til að sitja inni yfir skýrslugerð þegar sólin skín; rýna í gögn frekar en sitja að spjalli við vini og ættingja, rjúka á fætur þegar klukkan hringir en ekki snúa sér á hina hliðina, velja fræðibækur fram yfir fagurbókmenntir; brýna hugann, greina matsgögn, setja hluti í samhengi og komast að sæmilega skynsamlegri niðurstöðu.

Þeir sem eru aflögufærir vinsamlegast hafið samband hið allra fyrsta! 


Þar sem

mér hefur ekki enn tekist að setja inn myndir frá Grikklandsferðinni þá bendi ég ykkur á að kíkja á myndasíðuna hans Sveins, sem þið finnið hér. Þar eru nokkrar myndir og þeim á sennilega eftir að fjölga.

Kannski að maður ætti að koma sér upp svona myndasíðu. 


Einum kafla lokið

Í kvöld útskrifast Bangsi minn úr Rimaskóla og mun sem formaður nemendaráðs halda sína fyrstu ræðu við athöfnina.

Einhvern veginn finnst mér líka að ég sé að útskrifast. Í það minnsta lýkur í kvöld 19 ára ferli mínum sem foreldri grunnskólabarna. Og þó að synir mínir hafi átt farsæla skólagöngu og ekki rekið sig harkalega á þá ramma sem þar eru settir þá er finnst mér ósköp gott að þessum kafla í lífi mínu er lokið.


3. júní

Í dag hefði hún mammsa mín orðið 85 ára, hefði henni enst aldur og í dag eru jafnframt 29 ár frá því að hann pabbi minn blessaður varð bráðkvaddur langt fyrir aldur fram.

Mikið sem ég var sæl með þau sem foreldra - þeir gerast ekki betri Heart


Ný upplifun

Í morgun poppuðu upp á tölvunni minni tilkynningar um veikindi tveggja samstarfskvenna minna á þjónustumiðstöðinni.

Það verður að segjast alveg eins og er að ég fylltist ákveðinni vellíðunarkennd þegar það rann upp fyrir mér að ég þurfti ekki að hugsa fyrir því hvernig unnt yrði að fylla skarð þeirra í dag né höfðu veikindi þeirra nokkur áhrif á skipulag míns vinnudags eða verkefnin sem fyrir mér lágu. 

Ég sendi þeim stöllum í huganum hlýlegar óskir um skjótan bata og hélt svo áfram við mín eigin verkefni.


Draugagangur

Í gær var Björn Logi ásamt skólafélögum sínum í ferðalagi fyrir austan fjall. Þegar skjálftinn gekk yfir áttu þau að vera stödd í Draugasetrinu á Stokkseyri en sem betur fer hafði orðið seinkun á ferð þeirra þannig að þau voru stödd í rútunni en ekki inni í safninu.

Það er hætt við að draugagangurinn hefði orðið fullsnarpur fyrir unga fólkið ef ferðaáætlunin hefði staðist, enda mun ekki hafa staðið steinn yfir steini í safninu að honum loknum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband