2008

Jæja, góðir hálsar - þá er það runnið upp!

Árið sem ég verð svo dugleg. Árið sem heimilið verður alltaf svo snyrtilegt, allt á sínum stað, alltaf sett jafnóðum í uppþvottavélina, óhreinataukarfan aldrei nema hálffull, allt samanbrotið í skápunum og aldrei föt á gólfinu.

Árið sem mun einkennast af daglegum dásamlegum samverustundum með fjölskyldunni við spjall, spil og útiveru. Árið sem ég mun helga vinum og ættingjum. Árið sem góðvild og hjálpsemi mun gegnsýra allt mitt atferli.

Árið sem ég mun helga mig lestri fræði- og fagurbókmennta sem munu gera mig bæði fróða og góða og mikið hæfari í vinnunni en nú er. Árið sem mun skipta sköpum fyrir mig sem fagmanneskju, já og sem manneskju svona almennt!

Árið þegar ég verð mjó! Þegar gönguferðir og jógaástundum verða daglegt brauð og svei mér þá ef sundferðir komast ekki líka á dagskrá. Árið sem ég hætti að borða súkkulaði og sætabrauð en sný mér alfarið að næringarríkri hollustu sem ég mun þó neyta í miklu hófi. 

 Já, get svo svarið ykkur það að þetta verður geggjað ár og svo verður karlinn fimmtugur, frumburðurinn 25 og miðlungurinn 20 - er þetta ekki magnað?

Já, dásamlegt ár framundan. Mikið hlakka ég til.

Óska ykkur öllum líka gleðilegs árs og friðar!


Sameiginlegir hæfileikar

Ótrúlegt hvað maður getur gleymt á milli ára. Við vorum öll með það á hreinu, stórfjölskyldan að árlegt jólaboð sem skiptist á þessa þrjá fjölskylduleggi væri í höndum Jóns Steinars og Kristínar þetta árið - alveg þangað til korteri fyrir jól. Þá fóru að koma einhverjir bakþankar í minn gamla haus og ég fór að fletta upp í gömlum dagbókum - og viti menn það stóð sko upp á mig að halda þetta jólaboð en ekki þau mætu hjón bróður minn og mágkonu. Nú það er auðvitað ekki mikið mál að halda boð þegar gestirnir koma með allar veitingarnar með sér og í dag var hér samankominn föngulegur fjörutíu manna hópur yfir glæsilegum veitingum. 

Mikið sem þau mamma og pabbi hefðu verið stolt af þessum ungahópi sínum. Það er eiginlega ótrúlegt hvað þetta er fjölmennur hópur. Við vorum ekki nema þrjú syskinin sem komumst til fullorðinsára en samt erum við, þegar allt er talið saman, börn, makar og allur pakkinn, 51 manneskja og von á tveimur börnum nú á nýju ári. Og minn leggur telur ekki nema 6 manns Blush svo það sýnir hvað bræðraleggirnir mínir eru öflugir.

Einn hæfileika eigum við þessi systkini og börn okkar þó algerlega sameiginlegan og það er að velja okkur flotta maka. Þar er nefnilega einvala lið og greinilegt að nýjustu eintökin í þeim hópi standa hinum ekkert á sporði. Enda krefst það alveg sérstakra eiginleika að giftast inn í þessa fjölskyldu Whistling


Miðlungurinn minn...

... í nýju lopapeysunni sem móðurómyndin hans afrekaði að prjóna á hann fyrir jólin.

20071225-27-jóladagar 056


Verð að segja...

... að ég er pínulítið móðguð út í smáfuglana. Þeir hafa bara ekki litið við þessum girnilegu tólgarhringjum mínum sem ég hengdi út í tré í rauðum jólaborða. Sveinn segir reyndar að þetta sýni hvað þeir séu skynsamir því það væri ávísun á kransæðastíflu...

Jóladagur

Umm. rumska snemma og gjóa augunum á klukkuna. Man: Jóladagur! Umm, sný mér á hina hliðina og sofna aftur. Rumska aftur - man enn að það er jóladagur - horfi smá stund upp í stjörnubjartan himininn á milli rimlagluggatjaldanna og nýt þess svo að loka...

Minning

Lítil stúlka sendur í sparikjólnum sínum á ganginum í lítilli kjallaraíbúð. Hún er full eftirvæntingar og tilhlökkunar, enda jólin á næsta leiti. Það er lokað inn í stofu og hefur verið í allan dag. Hún fær ekki að ganga inn í þann helgidóm fyrr en rétt...

Þorláksmessa

Jæja, þá er Þorláksmessa runnin upp og ég sit hérna við gluggann og horfist í augu við fullt tunglið sem berar sig á dimmum himninum, beint yfir þeim stað sem friðarsúlan er á kvöldin. Svolítið eins og það segi: Ég er hérna enn - hvar er þessi ljósspíra...

Jæja...

...þá er afmælishrinana að baki og ekki morgunverðarpartý hér, löngu fyrir fyrsta hanagal, aftur fyrr en að 8 og ½ mánuði liðnum. Þar sem ég átti svolítið orlof inni hef ég átt þess kost að taka mér svolítið frí núna í desember, þegar skólastúlkurnar...

Og þá...

... er það hann Grámann minn í Garðshorni sem er afmælisbarn dagsins. Til hamingju, gamli minn.

Stubburinn...

. ..hennar mömmu sinnar á afmæli í dag. Hér má fyrst líta piltinn þriggja ára, sáttan og sælan: og hér er nýleg mynd af kappanum í ögn meiri glímu við sjálfan sig. Til hamingju með daginn, kútur!

Aldrei fór það svo...

... að mogginn birti ekki restina af þessu greinatetri mínu. Hún kom sem sagt í blaðinu í morgun - en óttalega einhvern veginn úr sambandi og fremur kjánaleg núna þegar svona langt er liðið frá tilefni hennar og að ég tali ekki um, fyrr hlutanum. En...

Hjálparhönd

Ég er ein þeirra fjölmörgu sem fylgist með skrifum þessarar einstöku konu Þórdísar Tinnu. Þórdís Tinna er að glíma við lungnakrabbamein um leið og hún elur önn fyrir dóttur sinni Ragnhildi Kolbrúnu. Vinir Þórdísar Tinnu hafa hrundið af stað söfnu til að...

Hin fullkomna helgi

Já, nú er henni að ljúka þessari helgi sem hefur einhverra hluta vegna verið nánast fullkomin. Veit ekki hvað veldur en held að það sé þessi dásamlega blanda sem hefur einkennt hana. Hæfileg blanda hvíldar, nauðsynlegra verka og gæluverkefna sem ég kalla...

Að standa í hurðinni...

…heyrði ég um daginn. Æ,æ, ó,ó – ekki vildi ég standa í hurðinni né ganga í gegnum hana Í mínum huga er þetta tvennt – annars vegar dyr þ.e. þetta gat á veggjum sem við notum til að komast á milli herbergja og hins vegar hurð þ.e....

Fiskur

Ég má til með að mæla með þessari litlu bók sem ég var að ljúka við rétt í þessu. Fljótleg og létt lesning sem skilur mikið eftir. Hún er kynnt sem leið til að auka vinnugleði og starfsárangur en á ekki síður við í daglegu lífi. Það er nefnilega ótrúlegt...

Meira um okkar fallega og fjölbreytilega tungumál

Fyrir allmörgum árum skrifaði ég reglulega pistla, ásamt Ásmundi Örnólfssyni starfsfélaga mínum, um íslenskt mál í fréttabréf leikskólakennara. Þessi pistill minn birtist þar einhverju sinni: Stundum vefst það fyrir okkur að nota töluorð með...

Afmælisbörnin mín

Eftir pirringsfærsluna hér að neðan er auðvitað upplagt að lyfta geðinu á hærra plan með góðum óskum til afmælisbarnanna minn . Svo skemmtilega vill nefnilega til að þau Snorri miðlungurinn minn og Katrín mín dásamlega tengdadóttir eiga sama afmælisdag....

Blað allra landsmanna?

Ég ætla að trúa ykkur fyrir því að ég er orðin alveg hundfúl út í Moggann - og bregður þá nýrra við. Ég hringdi á miðvikudag og spurði einhverja konu, á ritstjórn, hvað liði síðari hluta greinarinnar minnar og reyndi að benda á að grein sem er skrifuð í...

Var að koma

af þessari líka stórfínu kóræfingu - sat á fremsta bekk - sem gerist ekki oft og söng af hjartans list enda alltaf dásamlegt að syngja jólalögin. Finn samt svolítið svona tilfinningu eins og ég sé að læra upp á nýtt að syngja svona með öðrum....

Hann er alveg eins og pabbi sinn!

Málkennd manna sem tala sama tungumál er í flestu sú sama, enda byggð á meginreglum móðurmálsins. Þó eru alltaf blæbrigði í málkennd á milli manna eftir því sem þeir hafa alist upp við, numið í áranna rás eða tileinkað sér af nýjungum sem skjóta upp...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband