Færsluflokkur: Bloggar
Mér finnst rigningin góð
4.10.2007 | 19:09
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona eru dætur mínar líka...
29.9.2007 | 08:12
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Afmælisbarn dagsins
27.9.2007 | 22:35
Hann brósi minn er sextugur í dag og þrátt fyrir æði viðburðaríkan dag hefur hugur minn fyrst og fremst dvalið hjá honum. Mér finnst þetta ekki síst vera hátíðisdagur í ljósi þess að pabbi okkar blessaður og Grettir bróðir okkar náðu ekki að fagna sínum sextugsafmælum.
Á morgun fær þessi einstaki bróðir minn verðskuldað knús og kossa.
Til lukku með daginn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vek athygli ykkar...
25.9.2007 | 08:37
...á nýrri könnun, hér til hliðar, sem mig langar að biðja ykkur um að taka þátt í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimm konur
23.9.2007 | 21:40
Ég hélt að aðalfyrirsögn dagblaðanna í dag yrði: Fimm miðaldra konur urðu úti í heitum potti að Flúðum á laugardagskvöld.
Þvílíkt rok! Í pottinn fórum við samt, hlógum framan í storminn og skiptumst reglulega á að taka við versta strengnum. Ein fyrir allar - allar fyrir eina. Hrikalega gaman og snæddum svo dýrindis kvöldverð íklæddar notalegum náttfötunum. Svo tók við spjall og hlátur, óvæntur glaðningur, trúnó, meiri hlátur, handsnyrting og dekur, enn meira trúnó, ennþá meiri hlátur og að endingu auðvitað værð og kósíheit.
Við Birna lögðum svo undir okkur gestahúsið og kúrðum saman eins og í gamla daga, hlustuðum á Kára kallinn blása á við heila lúðrasveit og skekja bústaðinn, en snérum okkur bara á hina hliðina og grúfðum okkur undir sængurnar.
Byrjuðum svo allar saman þennan sunnudag á góðum jógatíma, fettum okkur og brettum, teygðum og reigðum, blésum og másuðum, spenntum okkur og slökuðum á, áður en við nutum dásamlegs morgunverðar.
Sem sagt helgi eins og þær gerast bestar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Glataður bloggari
22.9.2007 | 11:57
Það hlýtur að teljast glataður bloggari sem kemur ekki einu sinni sjálfur við á sinni eigin síðu í marga daga en gaman að sjá að þú Gróa mín hefur komið hér við - þú þarft sannarlega ekki að gera nánari grein fyrir þér - það er bara ein sem kemur til greina .
En ekki verður neitt af almennilegri bloggfærslu að þessu sinni þar sem frúin er á leið út úr dyrunum til að njóta helgarinnar með einhverjum skemmtilegustu konum sem um getur - sjálfum trukkunum mínum sem eru í stöðugri leit að blúndunum í sjálfum sér.
Sem sagt farin til móts við dekur, spjall og mikinn hlátur ef ég þekki mínar konur rétt.
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6. sæti
10.9.2007 | 20:08
Fyrir ykkur sem tókuð þátt í kosningu ljósmyndasamkeppninnar upplýsist það hér með að ég átti eina mynd í keppninni og hafnaði hún í 6. sæti.
Yfirskrift keppninnar var konur en heiti myndarinnar:
Hörkutól með mjúkan kjarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ljósmyndakeppni
3.9.2007 | 18:30
Karlaklúbburinn Mafían stendur nú fyrir annarri ljósmyndakeppni sinni sem að þessu sinni ber yfirskriftina konur. Mikill áhugi er hjá meðlimum og áhangendum þeirra á ljósmyndun og ég hvet ykkur til að taka þátt í kosningunni með því að smella hér.
Í leiðbeiningum segir:
- Á fyrstu síðunni er listi með öllum myndunum. skoðið þær vel og þegar þið eruð búin ýtið þá á next page neðst á síðunni. þá er hægt að velja einkunn fyrir hverja mynd fyrir sig.
- Þema keppninnar er konur og gott er að hafa það í huga þegar einkunn er valin.
- Óhlutdrægni er mikilvæg og vinsamlegast kjósið aðeins einu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver er maðurinn?
1.9.2007 | 11:37
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15 ára
1.9.2007 | 10:20
Hann er 15 ára í dag, hann Bangsi minn
Ótrúlega sem ég er lukkuleg með þennan strák. Hann er svo skemmtilegur karakter; ótrúlega gömul og yfirveguð sál en þó svo hrikalegur töffari; hægur, einarður og afskaplega ákveðinn en samt svo ljúfur og hugulsamur; haggast aldrei, hækkar aldrei róminn en sækir fast það sem hann ætlar sér og er greinilega góður félagi því hingað er stöðugur straumur af félögum af báðum kynjum.
Til hamingju með daginn, kallinn minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)