Rekstur leikskóla

Þorbjörg Helga vill leita nýrra leiða í rekstri leikskóla í borginni og viðrar þær hugmyndir að fyrirtæki reki leikskóla. Ég hræðist nokkuð þessa leið, einfaldlega vegna þess að ég held að hagsmunir barnanna eigi ekki endilega samhljóm í hagsmunum fyrirtækjanna.

Kristín Dýrfjörð setur líka fram áhugaverða hugmynd um rekstur leikskóla sem gæti orðið til þess að foreldrar myndu leita leiða til að stytta skóladag þessara ungu barna sinn og njóta samvistanna við þau í auknum mæli.  

Til er ein leið enn sem ég held að mætti gefa gaum.

Ég hef það fyrir satt að leikskólar séu þær stofnanir sem hvað best eru reknar. Hvernig væri nú að gera þeim stjórnendum sem áhuga hafa, tækifæri til að gera þjónustusamning við borgina um rekstur skólanna. Borgin greiddi þá x krónur með hverju barni sem skólinn tæki inn en leikskólastjórar ráðstöfuðu fénu sjálfir og yrðu eðlilega að leita jafnvægis í að gera bæði starfsfólk, börn og foreldra ánægð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband