Nokkrar glósur á langri rútuferð
16.2.2007 | 17:37
Á Tan-tímabilinu, 609-1240 (víkingatíminn), þegar Mongólarnir taka yfir er staða Kína einna sterkust. Á þessum tíma var um helmingur heimsframleiðslunnar í Kína.
Gleggsta vitnið um það að kínversk menning hefur haldist um aldir er letrið. Uppruni menningarinnar var í gömlu höfuðborginni, Xian.
Í Kína var embættismannakerfi þar sem embættismennirnir voru valdir með prófi og því höfðu bæði ríkir og fátækir möguleika á að verða embættismenn.
Keisarinn hafði hins vegar umboð himinsins, hann varð að stjórna vel annars reiddust himinarnir, yfir gengu náttúruhamfarir og óánægja sem hafði kraumað undir í þjóðfélaginu komst uppá yfirborðið, keisaranum var ekki sætt lengur og skipta þurfti um keisaraætt.
Fyrstu keisarar hverrar ættar voru öflugastir en síðan vildu mál þróast til verri vegar. Þannig var málum háttað í yfir 2000 ára keisarasögu Kína og í raun má segja að kommúnistarnir séu ný keisaraætt í það minnsta var Maó um margt líkur keisara. Fyrstu tíu árin eftir byltinguna var mikil uppbygging. Hlutur kvenna réttist t.d. töluvert og bannað var að reira fætur þeirra eins og tíðakast hafði um aldir; betlarar voru hreinsaðir af götunum; vændi var útrýmt en það hafði grasserað mjög og ópíumneysla var stöðvuð. Aðferðirnar við þessar framkvæmdir hafa þó sennilega ekki allar verið fallegar, fólki var t.d. sigað á landeigendur og þeir drepnir. Margir í efri stéttum misstu allt sitt. Þannig var t.d. um Sen fólkið heima á Fróni en Oddný Sen hefur skrifað sögu ömmu sinnar sem m.a. lýsir þessu.
Á árunum 1959-1961 létust ein milljón mana úr hugri vegna framkvæmda Maós. Stofnað var til samyrkju, stálframleiðsla var í öllum þorpum þar sem verkfærin voru brædd til framleiðslunnar. Það leiddi til þess að ræktunin skemmdist og fólkið svalt.
Menningar-byltingin 1966-1976 er tímabil í sögu Kína sem menn vilja helst gleyma. Kína átti að byrja á núlli og ótrúlegar menningarminjar voru eyðilagðar. Það sárasta er að þær voru ekki eyðilagaðar af erlendu innrásarliði heldur af þjóðinni sjálfri. Á þessum tíma var æðri skólum lokað og menntamenn voru settir út í sveit á akrana; í kolanámurnar eða í herinn og voru þar í tíu ár. Eftir að Maó andast 83 ára að aldir 1976 tók Deng Xiao Ping við. Hann hafði unniðá verkstæði úti í sveit eins og aðrir menntamenn í tíð Maós. Kína var þá með fátækustu þjóðum heims en honum tókst að lyfta 200 milljónum úr sárri fátækt.
Fleiri hörmungar hafa auðvitað gengið yfir Kínverja t.d. sýndu Japanir ótrúlega grimmd þeagar þeir réðust inn í Kína. Þeir drápu yfir 200 þúsund manns á nokkrum dögum og þyrmdu engum. Þeir gerðu tilraunir á fólki. Japanir hafa aldrei beðist almennilega fyrirgefningar og enn hefur ekki gróið alveg um heilt á milli þjóðanna.
Það er ótrúlegt að sitja hér í alsnægtum á leið í rútu og rifja upp þessa ótrúlegu sögu sem er svo nærri manni í tíma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.