Færsluflokkur: Bloggar

Stubburinn...

...hennar mömmu sinnar á afmæli í dag.

Hér má fyrst líta piltinn þriggja ára, sáttan og sælan: 

og hér er nýleg mynd af kappanum í ögn meiri glímu við sjálfan sig.

 

Til hamingju með daginn, kútur! 


Hjálparhönd

Ég er ein þeirra fjölmörgu sem fylgist með skrifum þessarar einstöku konu Þórdísar Tinnu. Þórdís Tinna er að glíma við lungnakrabbamein um leið og hún elur önn fyrir dóttur sinni Ragnhildi Kolbrúnu. 

Vinir Þórdísar Tinnu hafa hrundið af stað söfnu til að styðja og styrkja þær mæðgur og ég leyfi mér að birta hérna söfnunarreikninginn svona ef þið skylduð vera aflögufær um einhverjar krónur til að létta þeim mæðgum lífið. 

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 


Hin fullkomna helgi

Já, nú er henni að ljúka þessari helgi sem hefur einhverra hluta vegna verið nánast fullkomin. Veit ekki hvað veldur en held að það sé þessi dásamlega blanda sem hefur einkennt hana.

Hæfileg blanda hvíldar, nauðsynlegra verka og gæluverkefna sem ég kalla svo. Fréttir og myndir settar á Reynisholtssíðuna nýju, sér til botns í óhreinataukörfunni, útiseríunar komnar upp, tvær smákökusortir kúra í kökuboxum, jeppaferð upp að Skjaldbreið til að reyna Jakann eftir upphækkun og breytingar, jólasöngur með Léttunum á Broadway til styrktar Barnaspítala Hringsins og vitjun í kirkjugarðana þar sem settar voru nýjar luktir bæði hjá mömmu og pabba og Lollu og Birni tengdaforeldrum mínum og gamla luktin fékk nýjan stað á leiði afa og ömmu og nú mallar enn einn gourmet réttur húsbóndans í ofninum - ummm.

Nú og svo virðist jólatilhlökkunin hafa tekið sér bólfestu í öllum heimilsmeðlimum frá þeim yngsta til þess elsta og það er kannski það sem skiptir sköpum InLove

Framundan viðburðarík og stórskemmtileg vika með jólatónleikum Léttanna á þriðjudag og fimmtudag og jólagleði bæði leikskólastjórnenda og svo starfsfólkins í Reynisholti á næsta föstudag. Einhver staðar þarna á milli kem ég til með að renna mér inn i segulómtækið á Borgarspítalanum til að athuga hvort það er baunin mín litla sem er með einhvern derring sem veldur þessu langvarandi heyrnarleysi. Trúi því samt sjálf að svo sé ekki heldur sé þetta hitt eyrnarvandamálið mitt sem þá má meðhöndla með heyrnartæki ef það ætlar ekki að ganga til baka.

Já, já, það held ég nú, aðventan er dásamlegur tími þegar maður getur gefið sér tíma til að njóta hennar.


Var að koma

af þessari líka stórfínu kóræfingu - sat á fremsta bekk - sem gerist ekki oft og söng af hjartans list enda alltaf dásamlegt að syngja jólalögin. Finn samt svolítið svona tilfinningu eins og ég sé að læra upp á nýtt að syngja svona með öðrum. Heyrnarleysið veldur því að maður sjálfur hljómar allt öðruvísi og verður að treysta því að tilfinning manns fyrir því að maður sé í sæmilegum samhljómi með öðrum sé rétt. Treysti því að ég geti lesið í augnarráð Jóhönnu minnar eða að ég fái frá henni bendingu ef ég þen mig of mikið Cool.

Ég var eiginlega komin á það að syngja ekki með á tónleikunum framundan en er á því núna að láta bara slag standa. Reyni bara að standa þannig að ég hafi mínar konur rétt staðsettar í kringum mig og þá verður þetta allt í lagi Happy.

Annars á ég heimsókn til Ólafs háls, nef, og eyrna í fyrramálið og vona að hann hafi einhver ráð uppi í erminni sem hann á eftir að draga fram. 

En nú á vit svefns og drauma Sleeping Góða nótt


Í vinnunni

Ég má til með að sýna ykkur hvað skuðrildið er virðulegt í vinnunni LoL

 

20071119 042

 

 


Skuðrildi

Fyrir neðan greinina mína kaus Morgunblaðið að setja eftirfarandi klausu:

 Hún er alls ekkert skuðrildi

skuðrildi, - is H kerlingarskrukka, dækja, flókatrippi

 

Mér þykir í sjálfu sér vænt um að þeir líti ekki á mig sem slíka - en velti fyrir mér hvers vegna þeim þótti ástæða til að benda lesendum sérstaklega á það.

Cool


Allt klárt

Jæja, þá er maður búinn að skila inn greininni fyrir dag íslenskrar tungu og Danmerkurferðin að bresta á. Smile

Sem sagt: greinin klár, dagskráin klár, taskan klár og konan ... - Æ, veit ekki með það!

Svolítið fyndið að fara hálf sjónlaus (enn allt svolítið í móðu), hálf heyrnarlaus og verða svo hálf mállaus líka þegar lent verður á danskri grund. Hehehe - hef samt ekki áhyggjur af því og veit að ég á eftir að njóta hverrar stundar enda frábærar konur sem verða mín augu, eyru og munnur næstu daga.

Þangað til næst: Lifið og njótið Heart


Enn meiri skýrslugerð

Ég byrjaði þennan góða dag á heimsókn í LaserSjón þar sem örlítið vandamál kom upp seinnihluta fimmtudags þegar augnlokið losaði um flipann sem skorinn var í hægra augað í aðgerðinni. Elskurnar mínar, þetta er þó ekki eins agalegt og það hljómar, eingöngu tilfinning eins og aðskotahlutur sé í auganu. Í gærmorgun setti Þórður augnlæknir linsu yfir augað, svona eins og plástur, sem kom alveg í veg fyrir þessi óþægindi og sendi mig heim með augdropa til að nota á meðan þetta væri að gróa. Nú í morgun var svo sárið gróið og hægt að taka linsuna Smile og óþægindin ekkert til að gera veður útaf.

Mér var því ekkert að vanbúnaði að skella mér í fimmtugsafmælishóf Gerðar kórsystur minnar sem tók á móti tugum kórkvenna á heimili sínu í hádeginu og virtist ekki hafa meira fyrir því en að drekka vatn. Ótrúlega notalegt að fara í slíkar veislur þar sem húsráðendur eru afslappaðir og virðast ekkert hafa fyrir hlutunum þó veisluborðin svigni undan kræsingunum og ekki sjái högg á vatni þrátt fyrir tíðar ferðir að veisluborðinu - ummm.

Þetta er eiginleiki sem mig vantar alveg, því ég verð alltaf svolítið stressuð sem gestgjafi og það veit ég að afar óþægilegt fyrir gestina. Kannski læri ég þetta fyrir fimmtugt - hver veit! Óska allavega hér með eftir þeirri góðu bók svila míns, Bergþórs, Vinamót, í einhvern jólapakkann í ár. Hef trú á að þar megi finna góða leiðsögn enda hefur hann örugglega séð eitt og annað sem betur mátti fara í þeim fjölskylduboðum sem við höfum setið saman Blush.

En sem sagt, gott hóf í hádeginu, svolítið í móðu eins og lög gera ráð fyrir svona skömmu eftir aðgerð en það kom ekki að sök. Verra var að eyrað er jafn blokkerað og áður og konan því svolítið eins og álfur út úr hól. Undarlegt að heyra ekki orðaskil, jafnvel þó fólk brýni raustina, þegar kliðurinn er sem mestur. Ég reyndi bara að líta tiltölulega gáfulega út og brosti mínu blíðasta í gegnum móðuna þegar ég hélt að það ætti við Whistling Átti þó ágætis spjall við konur sem nenntu að hafa fyrir því að tala skilmerkilega beint inn í vinstri hlustina. Alltaf gott að eiga svona miskunsama samverja í hverju horni.

Nú en framundan er svo viðburðarík og skemmtileg vika. Þarf á morgun að ljúka við grein sem ég ætla að fá birta í tengslum við dag íslenskrar tungu og koma henni frá mér í byrjun viku því á miðvikudaginn ætlum við, þrjár úr vinnunni, að bregða undir okkur betri fætinum yfir í Danaveldi til að sækja þar námskeið um nudd í leikskólastarfi og skoða tvo leikskóla þar í landi. 

Föstudaginn níunda ætla svo þeir Sveinn og Bangsi minn að koma út til mín og við ætlum að vera saman fram yfir helgi í Kaupmannahöfn. Gaman. gaman!


Draumurinn rættist

Í 36ár hefur það verið mitt fyrsta verk á morgnanna að fálma eftir gleraugunum og mitt síðasta verk á hverju kvöldi að ganga frá þeim á vísan stað þar sem auðvelt væri að finna þau fyrirhafnarlaust. Hef sem sagt verið háð þessu hjálpartæki æði lengi og löngu farin að líta á þau sem hluta af sjálfri mér.

Í morgun fór ég hins vegar í laseraðgerð og mun væntanlega geta skilið á milli sjálfsins og gleraugnanna ef allt gengur eins og útlit er fyrir.

DÁSAMLEGT!

Aðgerðin gekk bara vel. Smá pikkles við hægra auga svo það þurfti að athuga
það aðeins aftur - en annars mjög lítið mál. Hef eytt deginum í rökkri með
lokuð augun og nú er þetta held ég allt að koma. Pikka þetta reyndar inn í
gegnum móðu og mistur með sólgleraugun á nefinu Cool en sá strax á klukkuna
inni í aðgerðaherberginu þegar ég reis af bekknum og gat lesið
fyrirtækjaheitin hinum megin við götuna þegar ég kom út..

Ótrúleg tækni og allar líkur á að þið (og reyndar ég líka) verðið að venjast gleraugnalausri konu Smile

Sveinn segir reyndar að ég verði eins og svikin vara - en þar sem
skilafrestur er löngu útrunninn og engin til að taka við kellu þá tek ég
slíkum athugasemdum af stóískri ró.

Hlakka til að sjá ykkur öll í nýju ljósi !


Sterar og slökun...

...var það sem blessaður doktorinn ráðlagði í dag.

Ég svo sem vissi það áður en ég fór að heyrnarskerðingin væri meiri núna en í hin skiptin en brá samt svolítið við heyrnarprófið - heyrði bara andsk... ekki neitt. Gaf samt merki í hvert skipti sem ég hélt að kannski, sennileg, trúlega væri þarna einhver tónn sem ég heyrði ekki en kannski skynjaði. Gaf sem sagt heldur meiri svörun en efni stóðu til - samt átti blessuð konan sem heyrnarprófaði ekki orð yfir þessu heyrnarleysi mínu hægramegin - arrrgg. Og doksinn: Mun verra ástand en í fyrri skiptin!

Það fór því svo að hann skipaði fyrir um tíu daga sterakúr og viku hlé frá vinnu og yfirþyrmandi hljóðáreitum Frown - nú og svo auðvitað myndartöku af hausnum til að vita hvort baunin mín litla hefur eitthvað sótt í sig veðrið.

Ég nýt einstaks skilnings í vinnunni og ætla næstu daga að dunda mér í dekurverkefnum annað hvort hér heima eða innilokuð í mínu litla vinnuskoti í Reynisholti.

...svo engin kóræfing í kvöld - enda sá ég það um helgina að jafnvel hinn fagri söngur kórsystra minn er mér æði erfiður Whistling

Ætla á leikskólaráðsfund með nýjum meirihluta á morgun og vona svo bara að sterakúrinn komi ekki í veg fyrir obbolítinn draum sem ég ætla að láta verða af á fimmtudaginn og hef beðið lengi eftir - verð að hafa samband vegna þess á morgun og bera mig upp við fagmennina.

Við sjáum hvað setur!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband