Ekki svo mikil dramadrottning
14.8.2008 | 17:29
Ég fékk þessa niðurstöðu í hinu trúveðuga dramadrottningarprófi sem ég fann á síðunni hennar Sillu kórsystur minnar:
Miðlungssteikt dramadrottning
"Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust rare, medium rare, medium og well done værir þú medium. Miðlungssteiktar dramadrottningar eru konur meðalhófs. Þær eru skynsemisverur miklar, hafa sterka réttlætiskennd og vilja öllum vel. Í raun myndu flestar miðlungssteiktar dramadrottningar frekar vilja vera baunabuff en hamborgari því þá hefðu engin saklaus dýr þurft að líða fyrir samlíkinguna.
Miðlungssteiktar dramadrottningar hafa algera stjórn á dramatíska hluta heilans. Í raun verður sjaldan vart dramatískrar hegðunar hjá hinni miðlungssteiktu. Ekki einu sinni slæmur hárdagur getur raskað ró hennar.
Miðlungssteiktar dramadrottningar eru hæglátar, yfirvegaðar en fylgispakar. Þær eru trúar leiðtoga sínum sem er gjarnan léttsteikta dramadrottningin og fylgja henni oft í blindni. Þegar á reynir er hún hins vegar ekki tilbúin til að hvika frá sannfæringu sinni og á það til að vera samviska þeirrar léttsteiktu og halda henni á jörðinni."
Athugasemdir
Hnupla þessu prófi...hljómar mjög spennandi ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 14.8.2008 kl. 20:35
Ha ha ha
Ég er líka miðlungssteikt dramadrottning.
Þetta vissi ég alltaf. Við erum alveg gjörsamlega eins stundum er ég sko ekki einu sinni viss hvort ég sé ég eða þú.
Beta (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:28
Þórhildur: Þetta hnupl er fyllilega leyfilegt - eða það vona ég þar sem ég hnuplaði því sjálf
Beta mín nákvæmlega!!! Við erum eins og tvær hliðar á sama peningi.
Ingibjörg Margrét , 15.8.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.