Bay watch girl
24.7.2008 | 08:36
Fréttir af ferðamönnum sem voru hætt komnir í briminu við suðurland minntu mig á að einu sinni varð ég þess aðnjótandi að koma manni til hjálpar við álíka aðstæður - ja, kannski ekki alveg svona aðstæður en samt...
Þetta var reyndar á sólarströnd og töluverður fjöldi fólks á ströndinni. Ég hafði farið út í sjóinn þegar ég varð vör við að fullorðinn maður var í vandræðum. Aldan felldi hann ítekað og hann féll í sjóinn, hann reyndi að koma undir sig fótunum en féll alltaf jafnharðan aftur og réð ekkert við sig í straumnum. Ég ákvað að huga að honum og sá þá að hann var orðinn ansi örvæntingafullur og hræddur. Hann greip í mig og ég nánast dróg hann eða hálf bar í land þangað til að hann náði að fóta sig.
Aumingja maðurinn var ansi sleginn, móður og vankaður en það fylgdi því voða góð tilfinning að hafa komið honum til hjálpar.
Jamm og þá hef ég nú sagt ykkur frá því þegar ég var BAY WATCH GIRL - þetta var mitt svoleiðis móment
NB. ég á enga mynd af mér við björgunarstörfin en þessi kemst ansi nærri því.
Athugasemdir
Óh ert þetta ekki þú á myndinni?
All in a days work!
Kv Grettla
p.s til hamingju með daginn.
Grettla (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:38
Sömuleiðis Grettla mín til hamingju með daginn og "holuna".
Ingibjörg Margrét , 24.7.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.