Umhyggja

Eins og þið vitið flest er ég mjög upptekin af umhyggju í skólastarfi þessa dagana og hef verið að skoða það á hvern hátt hún getur hreinlega skipt sköpum.  Í  þessum vangaveltum hef ég sem foreldri m.a. horft til baka. til allra kennaranna sem strákarnir mínir þrír hafa haft í gegnum tíðina. Nú er Björn að ljúka grunnskólanum í vor og Gunnar hóf sína grunnskólagöngu 1989 svo grunnskólagangan spannar 19 ár og áður voru þeir allir í leikskólum.

Það er auðvitað mikill fjöldi kennara sem hefur komið að menntun drengjanna þennan tíma en það eru aðeins örfáir sem hafa skarað fram úr og virkilega skipt máli í þessu ferli. Ég hef velt því fyrir mér hvað það er sem þessir einstaklingar hafa átt sameiginlegt og komist að því að það er umhyggja. Raunveruleg umhyggja fyrir nemendum. Þessir kennarar létu sig varða hvernig  krökkunum leið  í skólanum, hvernig  einstaklingar þeir voru og hver persónueinkenni þeirra voru.  Þessir kennarar fundu sterkar hliðar í öllum  börnum og náðu að  leyfa þeim að njóta þeirra og þroska.  Ég er ekkert viss um að þessir kennarar hafi kunnað námsefnið betur en hinir en þeir báru virðingu fyrir nemendum sínum og fannst vænt um þá og þess vegna gekk þeim mun betur en öðrum að glæða skilning og áhuga hjá börnunum.

Já, umhyggja það er málið!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér. Umhyggja þar er málið!

Beta (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 10:18

2 identicon

Átt auðvitað að vera "ÞAÐ ER MÁLIÐ", en þú varst auðvitað búin að fatta það fyrir löngu

Beta (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband