Nema hvað??
23.1.2008 | 20:01
Í leikskólanum, í dag, bjuggum við okkur til hatta sem við ætlum að skarta á föstudaginn á þorrablótinu okkar og auðvitað skreytti hver og einn sinn hatt.
Ég dró m.a. upp einfalda mynd af víkingahjálmi með horn og alles á minn hatt og sagði: Ég ætla að teikna hjálm á minn hatt af því að í gamla, gamla daga voru til víkingar sem voru með hjálma.
Þá sagði hann Daníel vinur minn Maríuson að bragði: Já, þegar þeir voru að hjóla!
Athugasemdir
Þetta er náttúrulega svo augljóst.
Það á að nota hjálm þegar maður hjólar.
Beta (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.