Fiskur

FisksalkaÉg má til með að mæla með þessari litlu bók sem ég var að ljúka við rétt í þessu. Fljótleg og létt lesning sem skilur mikið eftir.

Hún er kynnt sem leið til að auka vinnugleði og starfsárangur en á ekki síður við í daglegu lífi. Það er nefnilega ótrúlegt hvernig viðhorf okkar og hugarfar getur skipt sköpum í daglegu amstri.

Þegar ég hafði lokið við bókina leit ég inn á bloggsíðu sem ég les daglega þó ég þekki konuna ekkert sem þar situr við lyklaborðið. En þegar ég las færsluna hennar í dag gerði ég mér grein fyrir að það sem hún skrifar uppfyllir allt það sem þessi bók mælir með. 

Sjálf hef ég sett lykilatriðin í bókinni upp á blað sem ég mun hengja upp fyrir ofan skrifborðið mitt í vinnunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fiskurinn ælta sko að ná mér í eintak af þessari bók og lesa upp til agna. Heyrði fyrir einhverju síðan umræðu um þessa bók í útvarpinu og var hún einmitt á sömu nótum og þú upplifir hana kæra vinkona.  Örugglega þörf lesning fyrir alla fiska og auðvitað líka fyrir alla hinar tegundirnar!

Birna (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 08:31

2 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Sæl mín kæra vinkona, þú þarft ekki að leita langt eftir bókinni því ég á hana. Er reyndar búin að lofa einni samstarfskonu að lána henni hana en sú er ansi snögg að lesa svo þess er ekki langt að bíða að þú getir fengið hana.

Ingibjörg Margrét , 26.11.2007 kl. 10:22

3 identicon

Takk,takk ég þigg að vera á lántakendalistanum! 

kær kveðja,

Birna (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband