Meira um okkar fallega og fjölbreytilega tungumál
24.11.2007 | 19:27
Fyrir allmörgum árum skrifaði ég reglulega pistla, ásamt Ásmundi Örnólfssyni starfsfélaga mínum, um íslenskt mál í fréttabréf leikskólakennara. Þessi pistill minn birtist þar einhverju sinni:
Stundum vefst það fyrir okkur að nota töluorð með fleirtöluorðum og við freistumst til að nota frumtölurnar tveir, þrír, fjórir. Einhver kannast sennilega við að hafa talað um tvær buxur, þrjá tónleika eða fjögur verðlaun.
Rétt er hins vegar að nota með fleirtöluorðum töluorðin einir, tvennir, þrennir eða fernir en fleiri eru þessi orð nú ekki.
Ágæt regla er að ef við getum ekki sagt einn, ein eða eitt þá getum við heldur ekki sagt tveir, þrír eða fjórir.
Enginn segir t.d. ein buxur eða einn tónleikur. Við segjum því: einar buxur , tvennar dyr, þrennir skór, fern jakkaföt eða fernir tónleikar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.