Kaffiprófið

 
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
 

Espresso!

Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.

Þú ert 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.

 

Jahá, þá veit ég það! 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

 Svei mér þá þetta hlýtur að vera hávísindalega þróað próf, ég held ég þekki sjálfa mig bara svolítið í þessu  

Gróa (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Gróa mín, ekki hvarflaði það að þér, þegar þú svaraðir prófinu, að þetta væri eitthvert blöff?

Ingibjörg Margrét , 14.10.2007 kl. 13:19

3 identicon

Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

Svo mörg voru þau orð  

Beta (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 08:38

4 identicon

Þú laðar geinilega að þér Latte...Ingibjörg mín hvernig væri að skella smá flóuðum mjólkurdreitli út í tvöfalda expressóið þitt, þá verður þú kannski svona ljúf og góð eins og ég og Beta (sem ég þekki ekki...en ef hún er Latte, þá..............)

Gróa (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:16

5 identicon

Ég er algjörlega sammála síðasta ræðumann. Skelltu smá mjólkurslettu út í espressoið þitt kæra föðursystir og þú verður ljúf sem lamb, eins og við Gróa.       

Beta (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:45

6 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Þið eruð auðvitað ágætar Latteljúfurnar mínar þó mér finnist nú vanta svolitla snerpu í þetta mjólkusull ykkar. 

Ég bendi ykkur samt á þessa lýsingu á ykkur: Skapstór, íhaldssamur, lætur ekki bjóða sér hvað sem er. 

Einhvern veginn finnst mér eins og þið áttið ykkur ekki alveg á því hvað þetta þýðir.

Ingibjörg Margrét , 19.10.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband