Glataður bloggari
22.9.2007 | 11:57
Það hlýtur að teljast glataður bloggari sem kemur ekki einu sinni sjálfur við á sinni eigin síðu í marga daga en gaman að sjá að þú Gróa mín hefur komið hér við - þú þarft sannarlega ekki að gera nánari grein fyrir þér - það er bara ein sem kemur til greina .
En ekki verður neitt af almennilegri bloggfærslu að þessu sinni þar sem frúin er á leið út úr dyrunum til að njóta helgarinnar með einhverjum skemmtilegustu konum sem um getur - sjálfum trukkunum mínum sem eru í stöðugri leit að blúndunum í sjálfum sér.
Sem sagt farin til móts við dekur, spjall og mikinn hlátur ef ég þekki mínar konur rétt.
Góða helgi
Athugasemdir
Það verður því tilhlökkunarefni að lesa færslur eftir helgi, ef ég man rétt þá getur allt gerst þegar þú ferð með þessum konum í ferðalag.
Særún Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.