Meira um verðgildi spegla
9.8.2007 | 16:48
Hef verið að velta þessu fyrir mér með verð á speglum - svona almennt.
Mér fyndist rökrétt að fallegt fólk borgaði meira fyrir spegla en við hin - ég meina það liggur í augum uppi að það fær mikið meira út úr spegilmyndinni.
Fyrir fallega hlýtur það að spegla sig að fela í sér ótvíræða ánægju á meðan aðrir fyllast depurð yfir spegilmyndinni og ættu eiginlega að fá greitt fyrir að spegla sig.
_____________________________________________________________
Annars er ég að velta því fyrir mér hver þið eruð sem lesið þetta pár mitt. Þekki ég ykkur? Veit að Gunnar, Beta, Særún og Sveinn líta inn öðru hverju en þætti voða gaman að vita ef ég þekki fleiri sem líta hérna við.
Athugasemdir
Hér er ég, frænka.
Ívar Páll Jónsson, 9.8.2007 kl. 18:13
Æ, elsku kallinn, gott að vita af þér á þröskuldinum
Ingibjörg Margrét , 9.8.2007 kl. 18:23
Já ..... Ég er hér líka - trygglyndið hreint að drepa mig.
Nei - bara að spauga - gaman að lesa bloggið þitt, gamla geit.Sveinn Björnsson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 20:56
Ég er ósammála þessum skoðunum Ingibjörg .. af skiljanlegum ástæðum.. :)
G. Reykjalín, 9.8.2007 kl. 21:34
Ég les og les og les og les og stundum oft á dag.
Beta (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:48
Hér er ég.
Konráð Jónsson, 11.8.2007 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.