Þvílík fyrirmynd

Nú er hér fullur pottur af eftirvæntingarfullum hrútum sem á morgun fljúga í sól og sumarsælu á Tenerife en sjálf ligg ég andlaus yfir Gilmore Girls (sem láta móðan mása í hrikalegum orðaflaumi) líkt og ég hafi staðið í ströngu í allan dag.

Glætan, fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí fór um mig ljúfum höndum og það sem þjakar mig kallast einfaldlega LETI.  Og svo þykist maður þess fullfær að vera ungum börnum fyrirmynd í lífsleikni: Já, ljósin mín, á kvöldin liggur maður endilangur fyrir framan innihaldslausa "löðurþætti" - það gefur lífinu gildi Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband