Færsluflokkur: Bækur
Fiskur
25.11.2007 | 12:50
Ég má til með að mæla með þessari litlu bók sem ég var að ljúka við rétt í þessu. Fljótleg og létt lesning sem skilur mikið eftir.
Hún er kynnt sem leið til að auka vinnugleði og starfsárangur en á ekki síður við í daglegu lífi. Það er nefnilega ótrúlegt hvernig viðhorf okkar og hugarfar getur skipt sköpum í daglegu amstri.
Þegar ég hafði lokið við bókina leit ég inn á bloggsíðu sem ég les daglega þó ég þekki konuna ekkert sem þar situr við lyklaborðið. En þegar ég las færsluna hennar í dag gerði ég mér grein fyrir að það sem hún skrifar uppfyllir allt það sem þessi bók mælir með.
Sjálf hef ég sett lykilatriðin í bókinni upp á blað sem ég mun hengja upp fyrir ofan skrifborðið mitt í vinnunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)