Leikskólabarnið ég
22.8.2008 | 18:36
Það er auðvitað ekki hægt að blogga í dag öðruvísi en að nefna þennan frábæra leik í hádeginu. Ég sá reyndar ekki nema síðustu 20 mínúturnar en þær voru alveg magnaðar
Á morgun ætla ég svo að skreppa aðeins á menningarnótt - aðallega til að koma við á Leikskólasviði en þar verður opið hús frá kl. 15-17. Þar hefur nú verið sett upp sýning á gömlum leikskólamunum og -myndum sem mig langar til að sjá auk þess sem Inga Stína mín verður þar ásamt fleiri góðum leikskólakennurum til að rifja upp gamla daga.
Eins og þið vitið sem þekkið mig þá hef ég hreinlega alið allan minn aldur í leikskólum. Byrjaði ársgömul í Steinahlíð hjá henni Ídu minni og fór svo í Holtaborg 5 ára nú og hef svo átt nánast allan minn starfsaldur innan leikskóla.
Hér má sjá mynd úr Steinahlíð frá því að ég var þar barn. Litla stúlkan fyrir miðri mynd sem heldur um eyrun á sér og er á svipinn svolítið eins og "hissa Ólsari" (eins mamma hefði orðað það) er sem sagt ég.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.