Það...
17.8.2008 | 17:04
... rifjaðist skemmtilegt atvik upp fyrir mér eftir að ég setti inn færsluna hér að neðan:
Þegar Björn Logi var nokkurra mánaða var, eins og gerist og gengur, mikið verið að velta því fyrir sér hverjum barnið líktist nú helst. Snorri var þá fjögurra ára og eins og þeir vita sem til þekkja, ansi skemmtilegt og frjótt barn.
Einhverju sinni vildi Snorri leggja mat sitt á það hvort við Björn værum lík og ég lagði barnið upp að vanga mér svo hann gæti virt okkur vel fyrir sér.
Eftir drjúga umhugsun kvað hann upp dóminn: Jú, mamma er líkari!
Hér er svo mynd af spekingnum um það leyti sem hann kvað upp þennan skynsama dóm sinn!
Athugasemdir
æ en sætt - gaman að eiga svona gullkorn frá börnunum
Særún (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 23:46
Ha ha ha! Snilldarkomment frá Snorra snillingi
Dásamleg þessi börn.
Beta (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.