Hlýrra en allt sem hlýtt er
13.8.2008 | 09:31
Ég átti erindi í Reynisholtið mitt í gær vegna undirbúnings námskeiðs sem fyrirhugað er að við Sigurlaug höldum ásamt Helenu í Náttúruskólanum fyrir starfsfólk Grænfánaleikskóla hjá Borginni.
Ég gekk auðvitað inn á deildir og fékk afar ljúfar móttökur frá ungum (og eldri reyndar líka) vinum mínu.
Ein 5 ára vinkona mín stökk á fætur, faðmaði mig og sagði: "HVAR VARSTU?"
Ég strauk henni um vangann og svaraði: "Ég var í hinni vinnunni minni, nýju vinnunni minni... (mér mætti augnarráð sem sagð - Og hvað?) Ég: ...en ég kem í heimsókn!"
Hún: "Ohhh, ég elska þig svooo mikið!"
Athugasemdir
Mikið var þetta sætt. Þau eru svo dásamlega þessi börn og segja auðvitað bara það sem þeim finnst.
Mikið rosalega ertu annars búin að vera duglega að blogga. Dásamlegt !
Sjáumst vonandi fljótlega
Beta
Beta (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:01
Jamm, svona athugsemdir ylja manni af því að börn eru svo einlæg og falslaus.
Varðandi bloggdugnað þá er svo gott að henda inn nokkrum blogglínum inn á milli lína í skýrslugerð
Ingibjörg Margrét , 13.8.2008 kl. 13:33
Eins og við vitum þá slær leikskólakennarahjartað inn á deildum, þar er næringin.
Kristín Dýrfjörð, 13.8.2008 kl. 17:39
...og fórstu ekki bara að gráta? Aldeils ljúft að eiga svona skilaboð í hjartaholunni. Já, hef aldeils tekið eftir bláu skellunum á mínum stóra palli upp í sumó! Haustið nálgast með sinni litadýrð
Birna (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.