Mér finnst rigningin góð
22.7.2008 | 08:43
... þessa dagana í það minnsta. Með henni kemur sjálfsaginn sem mig vantaði svo tilfinnanlega í sólinni um daginn og skýrslugerðin verður leikandi létt og skemmtileg.
Ég er sem sagt í sumarleyfi frá vinnunni minni til að sinna hinni vinnunni minni - verð í sumarleyfi fram yfir verslunarmannahelgi og ætla að vera dugleg að sitja við þessa vikuna - vonandi get ég þá tekið mér alveg frí seinni vikuna og lagst í fjallaferðir með mínum betri helmingi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.