Ný upplifun

Í morgun poppuðu upp á tölvunni minni tilkynningar um veikindi tveggja samstarfskvenna minna á þjónustumiðstöðinni.

Það verður að segjast alveg eins og er að ég fylltist ákveðinni vellíðunarkennd þegar það rann upp fyrir mér að ég þurfti ekki að hugsa fyrir því hvernig unnt yrði að fylla skarð þeirra í dag né höfðu veikindi þeirra nokkur áhrif á skipulag míns vinnudags eða verkefnin sem fyrir mér lágu. 

Ég sendi þeim stöllum í huganum hlýlegar óskir um skjótan bata og hélt svo áfram við mín eigin verkefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mín bara komin í þægilega innivinnu ... ...þú getur örugglega fengið að redda einhverju þarna á þjónustumiðstöðinni ef þú færð svona verðaðreddadeginumsyndrome...baka vöfflur kannski?

Gróa (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 11:16

2 identicon

Já þetta hefur verið sérlega þægileg tilhugsun, heldur bara áfram með þín verkefni. Sjáumst á morgun í Fossvogsskóla og svo förum við bara að fara í sumarfrí

Særún (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband