Draugagangur
30.5.2008 | 17:44
Í gær var Björn Logi ásamt skólafélögum sínum í ferðalagi fyrir austan fjall. Þegar skjálftinn gekk yfir áttu þau að vera stödd í Draugasetrinu á Stokkseyri en sem betur fer hafði orðið seinkun á ferð þeirra þannig að þau voru stödd í rútunni en ekki inni í safninu.
Það er hætt við að draugagangurinn hefði orðið fullsnarpur fyrir unga fólkið ef ferðaáætlunin hefði staðist, enda mun ekki hafa staðið steinn yfir steini í safninu að honum loknum.
Athugasemdir
Ætli nokkur hafi hugsað um að veita draugunum áfallahjálp. Ég er viss um að sitja allir hnípnir og sormæddir á stéttinni framan við safnið og þora ekki inn aftur.
Sveinn (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.