Gleðilegt sumar...
24.4.2008 | 15:38
...kæru vinir og vandamenn. Já og þvílíkt sumar framundan Berlín, ný vinna, Grísku eyjarnar, skýrslugerð og og og...
Hér á bæ er kellan annars að verða klár fyrir tónleika kvöldsins. Hlakka mikið til enda tókust tónleikarnir á þriðjudaginn með afbrigðum vel og Léttur eru léttar í lund sem aldrei fyrr.
Nú svo bíður Berlín á morgun .
Hér getið þið skoðað lítið myndbrot úr Léttsveitarmyndinni góðu um Ítalíuferðina 2004
Jamm, góðir Léttsveitardagar framundan - en hvert framhald verður á þessari bloggsíðu er hins vegar ekki alveg ljóst - læt málið í nefnd.
Athugasemdir
Ég skal vera í nefndinni ásamt fleiri dyggum og traustum lesendum sem eru pottþétt allir sammála (ekki svona leiðinleg pólitísk nefnd) Niðurstöður nefndarinnar :
Blogga áfram
Blogga oft
Blogga mikið
Og bara halda áfram að vera svona hrikalega skemmtileg hér á blogginu sem og annars staðar,
hlakka til að hitta þig í fríhöfninni á eftir!!!!!
Særún (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:33
Dæmalaus þessi bloggleti sem hrjáir fólk þessa daga. Tek undir með Særúnu, ekki hætta. She
Silla (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.