Fimmtudagur..

.. og tilhugsunin um breytingar framundan rétt farnar að síast inn fyrir þykka skelina - en engan veginn komnar alveg í gegn Cool

Til að upplýsa ykkur þá snýst málið um það að ég sótti um stöðu leikskólaráðgjafa við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Það munu hafa verið sjö umsækjendur um stöðuna og ég var boðuð í viðtal kl. 10 í gærmorgun. Nú það er skemmst frá því að segja að seinni partinn fékk ég svo símhringingu þar sem mér var boðið starfið.

Þetta gerðist allt svo hratt að ég er ekki búin að átta mig á því. Í dag er ég allt í senn: Auðmjúk, þakklát, undrandi, tregafull, spennt og full tilhlökkunar. Það verður samt ótrúlega skrýtið að hverfa frá Reynisholti og því frábæra starfi og starfsfólki sem þar er. Sem betur fer á ég eftir að ljúka þar þróunarverkefninu og skrifa lokaskýrslu svo ég verð þar með annan fótinn áfram næstu mánuði - og vonandi mun ég aldrei slíta alveg þau tengsl og þær taugar sem ég ber til Reynisholts - til þess hefur tíminn þar verið mér alltof dýrmætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju elsku Ingibjörg...og í Hofshverfinu í þokkabót  Ég hafði ekki hugmynd um að þú hefðir sótt um þetta, enda með hugann við franskar fagurbókmenntir öllum stundum   Þú ert þvílíkur fengur fyrir þjónustumiðstöðina og börn og starfsfólk leikskólanna.  Þegar þú saknar barnanna (þeirra sem bera ábyrgð á því að þú uppgötvaðir hvað þú ert með fallega hlust)  þá vísiterar þú auðvitað...Hof t.d.  Frábært hjá þér!

Gróa (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Takk elsku Gróa mín - og veistu hvað? Á skrifborðinu mínu verður lítil brún kaffikrús með tröllaandliti sem kærar samstarfskonur færðu mér á öðrum tímamótum í apríl 2005

Ingibjörg Margrét , 13.3.2008 kl. 21:01

3 identicon

Gott að vita að Trölli fylgir þér þangað líka. Ég get ekki líst því hvað ég er glöð og hamingjusöm og óendanlega þakklát því góða fólki sem leist best á þig. Ég er ekki hissa, ég og ég veit að ég tala fyrir allar á Hofi sem þekkja þig að það er mikill fengur fyrir hverfið að fá þig í hóp þess góða fólks sem við vorum svo heppin að fá á okkar þjónustumiðstöð. Og ég samhryggist Reynisholtskonum því ég veit hvað það er að missa þig úr starfsmannahópnum. Þar kemur skarð sem er erfitt að fylla uppí. En maður er sjálfselskur og fyrst hún Fríða ákvað að fara úr hverfinu þá gátum við ekki verið heppnari.

Enn og aftur til hamingju  og mikið hlakka ég til að fá þig í hverfið.

Fyrst sjáumst við samt á árshátíðinni - hlakka til

Særún (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Til lukku með stöðuna, kemur væntanlega til með að standa þig eins og hetja ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 13.3.2008 kl. 22:20

5 identicon

Innilega til hamingju með þessa ákvörðun elsku Grænka. Ég var alveg viss um að þú fengir stöðuna -enda var ég búin að krossa allt sem hægt er að krossa þér til lukku... ekki að þú þyrftir á því að halda. Persónan og skoðanirnar er það sem hefur töfrað þau upp úr skónum... og fallega hlustin. 

Knús knús Grettla

Grettla (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband