Hnoð að handan

Já, ljúfur laugardagur að kveldi kominn. Fór í nudd til Jónu minnar í morgun til að láta nudda úr mér þreytu og streitu sem hefur setið fullmikið í mér þessa vikuna.

Ég mætti í fyrsta sinn til Jónu á nýja staðinn en hún var að flytja stofuna sína og er nú nágranni sálarrannsóknarfélagsins. Og það get ég svarið ykkur að ég er ekki frá því að hún hafi fegnið liðsauka að handan við að hnoða mína aumu vöðva. Allavega fór ég heim mjúk og slök og hef átt ljúfan dag í félagsskap feðganna minna, Sveins og Bangsa og svo Harrys Potters. Flottur félagsskapur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna plötuðum við þig. Þegar Jóna hafði sagt þér að loka augunum og slaka á þá læddumst við í smíðaklúbbnum Samhnjáhneigðir - allir 6,  inn og tókum til við að nudda. Svo læddumst við aftur út áður en Jóna sagði þér að opna augun aftur.  Rúúúst.

Einn samhnjáhneigður (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband