Skrýtinn bloggari
21.2.2008 | 20:52
Já, það er nú það. Særún setur í athugsemdir hér að neðan að ég hefði átt að tengja bloggið mitt við moggavefinn til að fleiri sæju það en ég er svo skrýtin að mér finnst eitthvert öryggi í því að ekkert alltof margir séu að lesa þetta pár mitt.
Sumum bloggurum finnst eftirsóknarvert að fá sem flest innlit yfir daginn en mér finnst voða gott að þekkja nokkurn veginn minn lesendahóp. Innlitin til mín eru svona á bilinu 10 - 20 flesta daga og það finnst mér bara góð tala og ég tel mig vita svona nokkurn veginn hvaða mannskapur það er sem lítur hérna inn (og finnst voða gaman þegar mín bíður athugasemd við færslurnar).
Þetta er auðvitað hálfgerð bilun þ.e. að vera að skrifa á veraldarvefinn en vilja samt halda heimsóknum innan einhverra ákveðinna marka. Það er bara svo að fyrir mér er blogg bara ein samskiptaleið af mörgum og flest af því sem ég skrifa set ég niður með vini og kunningja í huga því mér finnst sjálfri svo gaman að fylgjast örlítið með þeim sem ég kannast við í gegnum bloggið.
Ég vildi bara að fleiri bættust í hópinn. Draumur minn er t.d. að Beta, Birna, Gúddý, Carola, Heiða, Gróa og Stínurnar mínar bæði mágkona og vinkona kæmu sér upp bloggsíðum svo ég gæti fylgst betur með þeim en ég geri í dag.
Og nú hef ég opinberað þennan draum minn - og svei mér þá ef draumar mínir hafa ekki bara tilhneigingu til að rætast
Athugasemdir
Já draumóramanneskja getur þú verið Þú ert annars alltaf velkomin í kaffi í Rauðagerðið.
Gróa (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 01:21
Hann var góður þessi! En haltu samt áfram með að láta þig dreyma. Það er aldrei að vita nema þær byrji að blogga einhverjar, en þú skalt samt ekki búast við að ég byrji að blogga, a.m.k. ekki í þessari viku.
Beta (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:26
Takk fyrir heimboðið Gróa mín - það væri auðvitað ekki amalegt að þiggja hjá þér kaffisopa - en veistu ekki að nútíminn er trunta og það tíðkast ekki lengur að vera troðast inn á fólk og heimta góðgerðir, heldur hitar maður sér sinn eigin kaffisopa heima hjá sér og fylgist svo bara með mannskapnum á netinu. Þú ert nú að verða svolítið gamaldags
Og Beta mín - þetta er allt í lagi þú færð séns fram í næstu viku
Ingibjörg Margrét , 23.2.2008 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.