Til hamingju leikskólafólk, stórt og smátt

Í dag er öskudagur og hefðbundin hátíðarhöld í leikskólanum framundan. Ég sit hér í náttfötunum, sem verður minn vinnufatnaður í dag, tilbúin að dansa og sprella með Spidermönnum, prinsessum, stirðum Sollum og án efa íþróttaálfinum í nokkrum eintökum Smile

Það sem gerir þó þennan öskudag sérstakari en aðra slíka er að hann ber upp á Dag leikskólans sem á landsvísu hefur verið ákveðinn þann 6. febrúar ár hvert. Við í Grafarholtinu munum gera deginum hátt undir höfði, ekki bara með öskudagsskemmtun, heldur með myndlistasýningu fyrir almenning. Leikskólarnir þrír Reynisholt, Geislabaugur og Maríuborg leituðu til fyrirtækja í Holtinu og í gær voru hengd upp verk leikskólabarnanna í þessum fyrirtækjum. Verk Reynisholtsbarnanna skreyta anddyri Húsasmiðjunnar svo ef þið eigið leið þangað núna fram yfir helgi þá munu verkin þeirra taka þar á móti ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn. Vona að allt gangi vel hjá ykkur í Reynisholti í dag.

Beta (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 09:14

2 identicon

Já nafna mín, þetta er skemmtilegur dagur í skólunum. Sit einmitt í þessum skrifuðu orðum og mála neglurnar á mér blóðrauðar. Ég ætla að bregða mér í nornarham í dag.

Knús Grettla

Ingibjörg fjórða (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 09:56

3 identicon

Til hamingju sömuleiðis (ég er auðvitað enn "leikskólafólk"), það er svolítið skrítið að skilja sjóræningjabúninginn eftir heima annað árið í röð...sonurinn skilur ekkert í því af hverju ég fari ekki í honum í skólann. Það er spurning um að mæta sem Napoleon Bonaparte að ári...eða Carla Bruni :)

Gróa (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband