2008
1.1.2008 | 16:52
Jæja, góðir hálsar - þá er það runnið upp!
Árið sem ég verð svo dugleg. Árið sem heimilið verður alltaf svo snyrtilegt, allt á sínum stað, alltaf sett jafnóðum í uppþvottavélina, óhreinataukarfan aldrei nema hálffull, allt samanbrotið í skápunum og aldrei föt á gólfinu.
Árið sem mun einkennast af daglegum dásamlegum samverustundum með fjölskyldunni við spjall, spil og útiveru. Árið sem ég mun helga vinum og ættingjum. Árið sem góðvild og hjálpsemi mun gegnsýra allt mitt atferli.
Árið sem ég mun helga mig lestri fræði- og fagurbókmennta sem munu gera mig bæði fróða og góða og mikið hæfari í vinnunni en nú er. Árið sem mun skipta sköpum fyrir mig sem fagmanneskju, já og sem manneskju svona almennt!
Árið þegar ég verð mjó! Þegar gönguferðir og jógaástundum verða daglegt brauð og svei mér þá ef sundferðir komast ekki líka á dagskrá. Árið sem ég hætti að borða súkkulaði og sætabrauð en sný mér alfarið að næringarríkri hollustu sem ég mun þó neyta í miklu hófi.
Já, get svo svarið ykkur það að þetta verður geggjað ár og svo verður karlinn fimmtugur, frumburðurinn 25 og miðlungurinn 20 - er þetta ekki magnað?
Já, dásamlegt ár framundan. Mikið hlakka ég til.
Óska ykkur öllum líka gleðilegs árs og friðar!
Athugasemdir
Nýárskveðjur til þín og þinna kæra vinkona. Takk fyrir öll gömlu góðu árin.
Fyrirheit þin á nýju ári eru dásamleg, takk fyrir þau, mig langar að fara eftir þeim líka!
kveðja,
Birna
birna (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:27
Gleðilegt ár Ingibjörg! Það er gott að sjá að þú setur raunhæf áramótaheit, enda ertu skynsöm kona og færir ekki að setja heit sem ekki er hægt að standa við...ég ætla að vera stillt og góð stúlka á nýju ári.
Gróa (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:00
Sömuleiðis mín kærasta Það væri nú ekki amalegt að þræða þennan gullna veg með þig sér við hlið - Annars byrjar þetta allt voða vel - var t.d. rétt i þessu að gúffa í mig fullri skál af ís og ávöxtum sem ég drekkti í heitri heimalagaðri rjóma-súkkulaðisósu ö- nammi namm - og nú er ég svo mjúk og búttuð og straumlínulöguð að ég gæti setið fyrir sem búddalíkneski - hehehe
Ingibjörg Margrét , 1.1.2008 kl. 23:02
Vá, og Gróa hér líka! Gleðilegt ár Gróa mín og takk fyrir jólakveðjuna. En mín kæra, áramótaheit verða að fela í sér áskorun - þú verður að gera betur - ég þekki þig allavega ekki af öðru en því að vera stillt og góð stúlka.
Ingibjörg Margrét , 1.1.2008 kl. 23:05
Smá bakþankar - þið misskiljið mig.
Þetta eru alls ekki áramótaheit - ég hef ekkert um þetta að segja - sá þetta bara í kristalskúlunni minni - þetta eru örlög mín á komandi ári og ég get ekki undan þeim vikist - svona bara verður þetta.
Ingibjörg Margrét , 1.1.2008 kl. 23:35
Varstu nú búin að fá þér svolítið mikið í aðra tána þegar þú bloggaðir þetta góan mín ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:51
Gleðilegt ár kæra vinkona, margt af því sem þú telur upp er einmitt í kúlunni minni líka haha Hlakka til að hitta þig á nýja árinu.
Særún (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:11
ohhhhh ég kíki hér inn daglega og stundum oft á dag en ekkert gerist. Takk fyrir daginn í dag og nú bíðum við bara spenntar eftir framhaldinu en ég er samt svo gamaldags að ég á eftir að sætta mig við þennan klofning. Sjáumst!!!
Særún (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.