Sameiginlegir hæfileikar
29.12.2007 | 18:27
Ótrúlegt hvað maður getur gleymt á milli ára. Við vorum öll með það á hreinu, stórfjölskyldan að árlegt jólaboð sem skiptist á þessa þrjá fjölskylduleggi væri í höndum Jóns Steinars og Kristínar þetta árið - alveg þangað til korteri fyrir jól. Þá fóru að koma einhverjir bakþankar í minn gamla haus og ég fór að fletta upp í gömlum dagbókum - og viti menn það stóð sko upp á mig að halda þetta jólaboð en ekki þau mætu hjón bróður minn og mágkonu. Nú það er auðvitað ekki mikið mál að halda boð þegar gestirnir koma með allar veitingarnar með sér og í dag var hér samankominn föngulegur fjörutíu manna hópur yfir glæsilegum veitingum.
Mikið sem þau mamma og pabbi hefðu verið stolt af þessum ungahópi sínum. Það er eiginlega ótrúlegt hvað þetta er fjölmennur hópur. Við vorum ekki nema þrjú syskinin sem komumst til fullorðinsára en samt erum við, þegar allt er talið saman, börn, makar og allur pakkinn, 51 manneskja og von á tveimur börnum nú á nýju ári. Og minn leggur telur ekki nema 6 manns svo það sýnir hvað bræðraleggirnir mínir eru öflugir.
Einn hæfileika eigum við þessi systkini og börn okkar þó algerlega sameiginlegan og það er að velja okkur flotta maka. Þar er nefnilega einvala lið og greinilegt að nýjustu eintökin í þeim hópi standa hinum ekkert á sporði. Enda krefst það alveg sérstakra eiginleika að giftast inn í þessa fjölskyldu
Athugasemdir
Takk fyrir síðast og takk fyrir hrósið. Verð þó að segja að okkar makanna er ánægjan og heiðurinn af að hafa tengst því gáfaða og skemmtilega fólki sem er afkomendur þeirra heiðurshjóna Gunnlaugs og Ingibjargar!
Kristín P. (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 08:33
Æ, takk Kristín mín, ég var einmitt að fiska eftir svona komenti
Ingibjörg Margrét , 30.12.2007 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.