Verð að segja...
27.12.2007 | 14:39
... að ég er pínulítið móðguð út í smáfuglana. Þeir hafa bara ekki litið við þessum girnilegu tólgarhringjum mínum sem ég hengdi út í tré í rauðum jólaborða. Sveinn segir reyndar að þetta sýni hvað þeir séu skynsamir því það væri ávísun á kransæðastíflu að narta í þetta fuglakorn sem sökkt hefur verið í tólg og feiti.
Ég játaði mig auðvitað sigraða og setti út ómengað fuglakorn í morgun og viti menn hér hefur verið fjölmennt - eða öllu heldur fjölfuglað í dag. Ég hef notið þess að fylgjast með út um gluggann um leið og ég hef unnið að undirbúningi svolítils námskeiðs sem ég verð með í mínum gamla góða leikskóla, Fífuborg þann þriðja í nýári.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.