Jćja...
19.12.2007 | 11:25
...ţá er afmćlishrinana ađ baki og ekki morgunverđarpartý hér, löngu fyrir fyrsta hanagal, aftur fyrr en ađ 8 og ˝ mánuđi liđnum.
Ţar sem ég átti svolítiđ orlof inni hef ég átt ţess kost ađ taka mér svolítiđ frí núna í desember, ţegar skólastúlkurnar okkar sem veriđ hafa í hlutavinnu hafa dottiđ inn í fulla vinnu í jólafríinu sínu. Dásamlegt. Var í fríi á mánudag og á frí í dag. Skrapp reyndar á mánudaginn á svolítinn hátíđarfund hjá leikskóla- og menntaráđi, en ţađ var meira afţreyging en vinna.
Ţangađ kom Freyja Haraldsdóttir ásamt Ölmu til ađ kynna bókina sína Postulín. Mikiđ sem hún hafđi sterk áhrif á mig ţessi unga kona. Hún er sannarlega í miklum og ólýsanlegum fjötrum líkamlega en hugur hennar er laus viđ fjötra sem viđ mörg burđumst međ. Hún er greinilega skarpgreind og međ svo skýra sýn á lífiđ og tilveruna og forgangsröđun í menntun og lífsgildum ađ ţađ hreif mann međ sér. Ţó ađ viđ getum ekki losađ hana undan hennar líkamlegu fjötrum ţá getur hún örugglega losađ okkur undan okkar andlegu. Takk, Freyja fyrir frábćra kynningu og umrćđur.
Á ţennan fund kom líka Sigrún Ađalbjarnardóttir prófessor međ kynningu á bókinni sinni: Virđing og umhyggja ákall 21. aldarinnar. Ótrúlega spennandi rit sem fjallar um ţađ sem mér er hugleiknast um ţessar mundir í skólastarfi. Kannski gef ég mér einhvern tíman tíma til ađ blogga svolítiđ um hugrenningar mínar um ţessi mál.
Ţađ er reyndar svo margt um leikskólamál sem mig langar ađ skrifa um en gef mér aldrei tíma til. Lćt alltaf eftir mér ađ hamra á ţetta lyklaborđ án ţess ađ ígrunda mikiđ ţađ sem hér fer inn en vil ekki skrifa um leikskólamál međ ţeim hćtti. Ţar vil ég vanda betur til verksins og ţađ verđur til ţess ađ ég set ekkert niđur. skollinn, ég sé ţađ núna ađ ţađ er ekki nógu gott kannski endurskođa ég ţetta.
Jćja, en nóg um ţetta í bili. Framundan dásamlegur frídagur til ađ hnýta ţá fáu lausu enda sem enn eru eftir í jólaundirbúningnum. Hér kúra jólagjafir í ýmsum skúmaskotum og kökudallar međ einum fimm smákökusortum í hillum (sem nb. ég hef ekki bakađ allar). Á mánudaginn bakađi ég svo nostalgíukökuna hennar mömmu í ţremur eintökum, enda verđur hún jólakveđjan mín til fjölskyldna brćđra minna ţessi jólin eins og ţau síđustu (uss ekki segja frá). Mínir synir umla af ánćgju ţegar ţessi kaka er bökuđ enda finnst ţeim, eins og mér, hún ómissandi hluti jólahaldsins. Ţetta er formkaka ţar sem blandast saman á dásamlegan hátt súkkulađi og kanill, smurđ í lögum međ smjörkremi og hjúpuđ međ súkkulađiglassúr.
Nú og svo sér fyrir endann á ofurlitlu handverki sem kemur til međ ađ verma jólapakka eins fjölskyldumeđlimsins og svo kropp hans eftir jólin .
Já, jólin eru dásamlegur tími og ţó ađ óneitanlega sé yndislegt ađ hafa froststillur og snjóföl ţá skiptir veđriđ mig engu máli. Fyrir mér eru jólin nefnilega hugarfar.
Athugasemdir
Ég get sagt ţér ađ ég veit um ýmsa sem bíđa spenntir eftir ađ jólakakan hennar ömmu komi í hús. Enda eigum viđ mörg svo sterka jólaminningu tengda ţessari köku. Dásamlegt ađ fá svona sendingu.
Beta (IP-tala skráđ) 21.12.2007 kl. 08:19
Ohhhh, engin uppskrift ??
Ţórhildur Helga Ţorleifsdóttir, 22.12.2007 kl. 00:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.