Aldrei fór það svo...

... að mogginn birti ekki restina af þessu greinatetri mínu. Hún kom sem sagt í blaðinu í morgun - en óttalega einhvern veginn úr sambandi og fremur kjánaleg núna þegar svona langt er liðið frá tilefni hennar og að ég tali ekki um, fyrr hlutanum. En svona er þetta og ég nenni hreinlega ekki að ergja mig meira á því máli. Stóð í bréfaskrifum við ritstjórn vegna þessa en gekk bara á veggi þar á bæ og lét málið niður falla... svo ekk orð um það meir!

Mikið nær að gefa ykkur uppskrift að þessum dásamlega rétti sem minn elskulegur matreiddi handa mér i kvöld. Skollinn ef matarástin fer bara ekki að slaga hátt upp í alla hina ástina sem ég hef á honum þessum karlanga mínum Whistling

Lax með engifer  ­­­­

Uppskriftin er fengin af www.astamoller.is og þangað komi úr Fréttablaðinu þar sem hún birtist í janúar 2003. Hún er þrautreynd og afar einföld og góð. 

  • Laxflak (eða sneiðar) sem er skorið í bita, 250-300 gr á mann. 
  • Engiferrót 2-3 cm eða eftir smekk- sem er rifin og sett yfir laxinn. 
  • 2-3 msk sojasósa- sett yfir laxastykkin 
  • Möndluflögum er dreift yfir.
  • 1/3 af ferskum mjög smátt skornum chili sáldrað yfir.
  • Saltað.
  • Laxinn er bakaður í 200 gráðu heitum ofni þar til hann er fallega brúnaður.
  • Borið fram með kartöflum.

 Ummm - nammi, namm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já aldrei fór það svo að mogginn hunskaðist til að birta greinina. En ... eins og þú segir svolítið úr takti við tilefnið. Næstum mánuði of seint.

En svakalega líst mér vel á laxinn, spurning um að fara með uppskriftina til vina minna hjá Hafberg og kaupa hann svo tilbúinn :)

Særún (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:42

2 identicon

Já ég varð sko alveg steinhissa þegar ég sá greinina þína í Mogganum. Það er ótrúlegt að þeir skildu hafa náð henni inn í blaðið á þessu ári. Ég átti alveg eins von á henni í febrúar

Er nokkuð hægt að kaupa hjá honum Sveini eins og eitt stykki matreiðslunámskeið, var svona að hugsa um að það væri sniðug jólagjöf fyrir Gunnar þetta árið. Það væri nú ekki amalegt að eiga von á svona hágæða laxaréttum frá bóndanum.

Beta (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 08:58

3 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Matreiðslunámskeið fyrir hinn fullkomna eiginmann! Brilljant hugmynd og gæti orðið góð tekjulind á heimilinu yrði örgglega frábær leið til að leiðbeina eiginmönnum um hvernig þeir geti gert konurnar sínar enn hamingjusamari. Allavega ekki verri leið en skrif sumra manna, í jólabókaflóðinu, um hvernig eigi að gera eiginkonuna hamingjusama

Ég vissi það ekki þegar ég skellti uppskriftinni inn að hún er hér örlítið breytt og endurbætt frá því sem er á vef Ástu Möller - ég átti þó að vita það að eðalkokkar setja auðvitað sína eigin sál og smekk í svona uppskriftir. Sjálf held ég mig við uppskriftir upp á punkt og prik og gæti þess að víkja hvergi frá þeim svo ég klúðri nú ekki neinu

Ingibjörg Margrét , 12.12.2007 kl. 18:20

4 identicon

Ég legg inn pöntun, hér og nú, fyrir eitt stykki matreiðslunámskeið fyrir hinn fullkomna eiginmann. Er sannfærð um að það séu betri kaup í því heldur en að fara að kaupa þessa bók. 

Beta (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband