Hin fullkomna helgi

Já, nú er henni að ljúka þessari helgi sem hefur einhverra hluta vegna verið nánast fullkomin. Veit ekki hvað veldur en held að það sé þessi dásamlega blanda sem hefur einkennt hana.

Hæfileg blanda hvíldar, nauðsynlegra verka og gæluverkefna sem ég kalla svo. Fréttir og myndir settar á Reynisholtssíðuna nýju, sér til botns í óhreinataukörfunni, útiseríunar komnar upp, tvær smákökusortir kúra í kökuboxum, jeppaferð upp að Skjaldbreið til að reyna Jakann eftir upphækkun og breytingar, jólasöngur með Léttunum á Broadway til styrktar Barnaspítala Hringsins og vitjun í kirkjugarðana þar sem settar voru nýjar luktir bæði hjá mömmu og pabba og Lollu og Birni tengdaforeldrum mínum og gamla luktin fékk nýjan stað á leiði afa og ömmu og nú mallar enn einn gourmet réttur húsbóndans í ofninum - ummm.

Nú og svo virðist jólatilhlökkunin hafa tekið sér bólfestu í öllum heimilsmeðlimum frá þeim yngsta til þess elsta og það er kannski það sem skiptir sköpum InLove

Framundan viðburðarík og stórskemmtileg vika með jólatónleikum Léttanna á þriðjudag og fimmtudag og jólagleði bæði leikskólastjórnenda og svo starfsfólkins í Reynisholti á næsta föstudag. Einhver staðar þarna á milli kem ég til með að renna mér inn i segulómtækið á Borgarspítalanum til að athuga hvort það er baunin mín litla sem er með einhvern derring sem veldur þessu langvarandi heyrnarleysi. Trúi því samt sjálf að svo sé ekki heldur sé þetta hitt eyrnarvandamálið mitt sem þá má meðhöndla með heyrnartæki ef það ætlar ekki að ganga til baka.

Já, já, það held ég nú, aðventan er dásamlegur tími þegar maður getur gefið sér tíma til að njóta hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vaaaaaaaaaaaá æðisleg helgi, annað en hér í skítnum og rykinu og matarleysinu þar sem ekkert annað en próflestur komst að og þó ég hafi skroppið í laufabrauðsgerð með heyrnarlausum og kíkt í afmæli til Ronju litlu sem er orðin eins árs þá var samviskubitið, fýlan og vont skap yfir því að koma sér í þessar aðstæður sterkari en gleðin sem venjulega fylgir aðventunni. Verð að þrauka fram á föstudag og verð því sennilega ofurhress í stjórnendagleðinni. Sjáumst samt fyrst í söngnum annað kvöld

Særún (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband