Blað allra landsmanna?
23.11.2007 | 19:57
Ég ætla að trúa ykkur fyrir því að ég er orðin alveg hundfúl út í Moggann - og bregður þá nýrra við.
Ég hringdi á miðvikudag og spurði einhverja konu, á ritstjórn, hvað liði síðari hluta greinarinnar minnar og reyndi að benda á að grein sem er skrifuð í tengslum við ákveðinn dag missir marks ef hluti hennar birtist ekki fyrr en eftir dúk og disk. Það verður að segjast eins og er að ekki draup nú beint af henni þjónustulundin, blessaðri . Hún benti mér á að mér hefði verið sagt að ekki væri víst að greinin gæti birst dag eftir dag. Já, já ég veit það en heil vika - Halló!!!!!
Ég fékk skýr skilaboð um að ég væri æði tilætlunarsöm að ætlast til þess að fá pláss í blaðinu tvisvar sinnum með stuttu millibili og hafði á tilfinningunni að ég ætti að biðjast fyrirgefningar á þessu ósæmilega háttarlagi mínu og þakka bara fyrir að hafa yfirleitt komist að í þessu blaði allra landsmanna.
Ég kvartaði líka yfir því að ekki var tekið fram að um fyrri hluta greinar væri að ræða - því þannig sendi ég jú greinina inn - Nei, við auglýsum ekki að um fyrri og seinni hluta er að ræða, þá er svo augljóst að þetta er löng grein sem er skipt í tvennt. Ég spyr: OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ???
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2007 kl. 19:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.